Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 122
f
Einar Sigurbjörnsson
Umþenking guðrækileg Herrans Jesú pínu og dauða er vissulega dýrmæt
og kver sig langvaranlega gefur til þeirrar umþenkingar og ber jafnan
Jesú Kristí píslar minning í sínu hjarta, sá geymir kinn dýrasta klut.
Tilgangurinn er m.ö.o. sá að rótfesta boðskapinn í hjörtum fólks. Pína Jesú
er, eins og segir í fyrsta sálmi, „í minn stað“ (4.vers). Hún sættir menn við
Guð (5. vers) og stillir því bæði „hjartans böl“ og heftir „hneyksh og synd“.
Um leið auglýsir pína Jesú hið sanna geð Guðs til manna (7. vers).
Þama koma fram áhersluatriði lútherskrar guðrækni og dulúðar, sem
er líka að finna í þeim hugvekjubókmenntum, sem vom gefnar út hér á
landi á 17. öld og Hallgrímur hagnýtti sér, er hann orti Passíusálmana.
Dansknr prestur af íslenskum ættum, Ame Mpller, skrifaði bók um
Hallgrím og Passíusálmana,2^ þar sem hann leiðir rök að því, að HaUgrím-
ur byggi verk sitt mjög á lútherskum hugvekjubókmenntum og aðallega
ritinu Eintal sálarinnar sem áður hefur verið minnst á. Ennfremur sýnir
hann fram á, að Hallgrímur notfærir sér hugvekjur Jóhanns Gerhards.
Þessi niðurstaða Mpllers virðist í meginatriðum rétt, þó að hann seilist
srnns staðar um of til þess að leita fyrirmynda hjá Moller í því sem
Hallgrímur segir. Það sem máli skiptir í því sambandi er, að Hallgrímm• er
hér á landi talsmaður lútherskrar innileikaguðrækni eða dulúðar.28
Sá texti Píslarsögunnar, sem Hallgrímin Pétiusson fylgir í Passíusálm-
unum er hinn samanlesni texti handbókarinnar Guðspjöll og pistlar. í
Eintali sálarinnar er texti píslarsögunnar sá sami og í handbókinni, en til
viðbótar eru umþenkingar eða hugleiðingar og sækir Hallgrímur víða inn-
blástur í þær. Þegar Hallgrímur t.d. skiptir frásögunni af baráttu Jesú í
grasgarðinum milli tveggja sálma, 2. og 3., þá fylgir hann hugleiðingum
Martins Mollers. Eins er um hugleiðingarefni 32. sálmsins, sem hann
aðgreinir frá ræðu Krists yfir konunum í 31. sálmi.
Út frá titli sálmanna, „Historia pínunnar og dauðans Drottins vors
Jesú Kristí, með hennar sérlegustu lærdóms-, áminningar- og huggunar-
greinum," má skipta hveijum sálmi í fjóra hluta. „Historia“ er sá texti
píslarsögunnar sem er til umræðu hverju sinni og er venjulega í fyrstu
versum hvers sálms. Útleggingin skiptist síðan í útleggingu til lærdóms,
áminningar og huggunar. Lærdómur merkir það sem við getum lært af
textanum til trúar og breytni. Áminning merkir það sem minnir okkur á
c\n
Hallgrímur Péturssons Passionssalmer, Kpbenhavn 1922.
QQ
Um sr. Hallgrím sjá Dr. Jakob Jónsson: Um Hallgrímssálma og höfund
þeirra. Ritgerðir, Reykjavík 1972. Helgi Skúli Kjartansson: Hallgrímur
Pétursson, Reykjavík 1974. Sigurður Nordal: Hallgrímur Pétursson og
Passíusálmarnir, Reykjavík 1970. Sigurbjörn Einarsson: „Formáli" að 52.
útgáfu Passíusálmanna fyrir Tónlistarfélagið, Reykjavík 1943.
120