Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 124
Einar Sigurbjörnsson
samband sálarinnar og Krists eða íveru Kiists í hjartanu sem Hallgrímm’
andlátsljóðum símun líkir við brúðkaup. Skímin, bænin, orðið og altaris
sakramentið em verkfæri Guðs við að koma þessu sambandi á:
I skíminni mér skenktir þig,
skal ég þér, Jesú, aftur mig
grandvarlega meðgóðri lund
gefa á minni dauðastund.
Óbeðinn tókst mig að þér fyrst,
en nú sárbið ég, Jesú Krist,
með trúarhendi þér haldi ég fast,
Herra, lát mig ei vanmegnast.
Strax sem mér leystist tunga og tönn,
til mín barst lífsins fæða sönn
aföldum kálfi; sál mín saug
sonar Guðs blóð, þá dýrstu laug.
Heilagur andi hæstur þinn,
hann er sá tryggðahringurinn,
sem sonur Guðs mérgafá hönd,
giftast þá vildi hann minni önd.
Skínandi fót mér skenktir þá,
að skyldir mig í þeim aftur sjá,
bæði á dægri dauða míns,
Drottinn, og ríki fóður þíns.
Eg kem hér fram með ekkert mitt,
elskhugi minn, í brúðkaup þitt,
sjá þú mig nú í sjálfum þér,
saurugt er allt, hvað með mér er.32
„Andlátssálmur." Hallgrímskver. Reykjavík 1952, s. 191n.
122