Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 125
Píslarsaga og Passíusálmar
Þá koma áhrif dulúðarstefnunnar líka fram í hugvekjum hans, Diarium
Christianmn33 og Sjö guðrækilegum umþenkinguin.34 Innileikinn skín þar
í gegn og vissan um návist Drottins.
Ahrif dulúðarstefmmnar koma fram í því, að Hallgrímur er í íhugun
sinni hvergi hlutlaus áhorfandi, heldur eins og þátttakandi í atbm-ðunum.
Jakob Jónsson hefur gert þessu góð skil í ritgerð sinni „Söguskyn Passíu-
sálmanna“, þar sem hann útskýrir, hvemig Hallgrímur sér atburði píslar-
sögunnar eins og þeir eigi sér stað samtímis í fortíð og nútíð.35 Sigurbjöm
Einarsson orðar það svo:
í Passíusálmunum verður fortíðin hvarvetna að nútíð. Og sú nútíð
fymist aldrei.36
Þessi skynjun Hallgríms byggist á þeim biblíuskilningi lútherskrar
guðrækni, að litið er á sögu Jesú Krists sömu augum og menn líta úrslita-
atburði í hfi sínu. Ævi manns skiptist í áfanga og áfangamir valda þátta-
skilum. í sögu mannkynsins er Jesús Kristur hin algjöru þáttaskil.
Heimurinn er ekki samur fyrir og eftir Krist. Líf, dauði og upprisa Jesú
Krists merkir, að allt á himni og jörðu hrópar „helgun, frið, náð og sáttar-
gjörð“ (Ps 22.16). Mannkyni því, sem gert hefur uppreisn gegn skapara
sínum, er fyrir dauða Sonar Guðs boðin sakamppgjöf, náðun.
Hallgrímur veit mn sjálfan sig, að hann er í senn viðtakandi og miðlari
þess orðs. Hann er viðtakandi þess í virkri hlustun — „O Jesú, gef þinn
anda mér“ — og miðlar því sem þakkarfóm sinni — „mínum Drottni til
þakklætis“ — svo að aðrir megi njóta ávaxtanna af íhugun hans — „síðan
þess aðrir njóti með.“
Þess vegna gengur hann ekki til þessa verks sem hlutlaus áhorfandi,
heldur gengur hann inn í atburðinn og atburðurinn er ekki hvaða atbm'ðm-
sem er, heldur úrslitaatburðm- allrar sögu, líka sögu hvers einstaklings.
Það er því ekki nóg að umgangast hana á hlutlausan hátt, heldur verður
að nálgast hana í trú og bæn eða í guðrækni, og guðrækni er ekki ytra
atferli, heldur á að spretta fram frá innstu hjartans rótrnn, svo að breytnin
mótist innan frá — „beygðu holdsins og hjartans kné.“
33 „Diarium Christianum eður Dagleg iðkun af öllum Drottins dagsverkum með
samanburði Guðs tíu boðorða við sköpunarverkið og minningu nafnsins
Jesú,“ Sálmar og kvæði eftir Hallgrím Pétursson, Reykjavík 1957, s.149-198.
3^ „Sjö guðrækilegar umþenkingar eður Eintal kristins manns við sjálfan sig
hvern dag í vikunni að kvöldi og að morgni," Sálmar og kvæði eftir Hallgrím
Pétursson, Reykjavík 1957, s. 229-238.
35 Um Hallgrímssálma og höfund þeirra 1972, s. 24-50.
36 „Formáli að 52. útgáfu Passíusálmanna" 1943, s. XX.
123