Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 126
Einar Sigurbjörnsson
Þess vegna ávarpar Hallgrímur sál sína í sálmunum eða sinn innri
mann. Samband mannsins við Guð verður aldrei fyrir ytra látbragð eða
atferli, heldur er það innilegt. Það byggist á trú. Sáhn merkir manninn í
sambandi sínu við Guð og þar með um leið í eðlilegu sambandi sínu við
umheiminn. Til þess að tengsl manns við annan geti verið sönn, verða þau
að vera sálræn og ekki holdleg eingöngu. Það er þó hægt að komast áfram
með hræsninni í viðskiptum við fólk, sem horfir aðeins á hið ytra. Gagnvart
Guði er ekki hægt að hræsna. Hann þekkir hið innsta í manninum. Ekkert
er honum hulið. Fyrir honum verður að úthella sál sinni í hreinskilni —
„hræsnin mun síst þér sóma“.
Guð er í senn sá Guð sem dæmir og reisir upp. Dóminn talar Guð í
lögmáli sínu. Þar birtir hann refsandi og dæmandi úrskurð sinn yfir
syndinni. Náð Guðs birtist sem vernd yfir heiminum, leyfi til að lifa,
samfélagsleg vemd í lögum og rétti.
Andspænis náð Guðs birtist synd manna þannig, að þeir taka vemd
Guðs sem sjálfsagðan hlut, líta á leyfi Guðs til að lifa sem rétt sinn og
yfirvöld hætta að þjóna Guði en ganga þess í stað eigin veg. Hver mann-
eskja finnur fyrir spennu innan sjálfrar sín milli vitundarinnar um hið góða
og getuleysis síns um að framkvæma hið góða. Þessi spenna eða sektar-
kennd kemur fram sem sjálfsásökun og sjálfsákæra. I sektardómi sam-
viskunnar heyra menn Guð kalla dóm sinn yfir sér. Auðvitað geta menn
reynt að hrósa sér ofurlítið og tekst það kannske í ytra tilliti. En Guð horfir
inn fyrir yfirborðið, þangað sem engin mannleg augu fá litið, líka í þá
afkima, sem menn leitast við að halda leyndmn fyrir sjálfum sér og helst
ekki viðurkenna, að séu til, óþægilegar minningar og jafnvel óskir, sem
ekki mega sjá dagsins ljós.
Þetta uppmálar Hallgrímur víða sterkum litum, t.d. í 5. sálminum og
líka í þeim 12., þar sem segir:
Hátt galar haninn hér
í hvers mannsgeði,
drýgðar þá syndir sér,
sem Pétur skeði.
Sárlega samviskan
sekan áklagar,
innvortis auman mann
angrar og nagar.
124