Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 128
Einar Sigurbjömsson
nærri og atburðurinn eins og gerist að nýju í hjarta skáldsins og þess sem
verks þess nýtur, lesandans.
Guð og illskan
Hér má staðnæmast við það, hvemig Hallgrímur leitast við að svara
spumingunni um Guð hins góða og illskuna í mannheimi. Illskan á sér rót
í broti Adams, syndinni, sem snertir tilvist hvers manns og mótar hana í
veigamiklum atriðum. Þegar illskan lýstur líf manns, geldur hann
syndarinnar -
Ó synd, ó syndin arga,
hvað illt kemur afþér (25.8)
í trúnni á Jesú blasir við annar leyndardómur og það er þátttaka Guðs
sjálfs í þjáningu hvers og eins. Sonur Guðs þjáðist, bar syndimar fyrir
okkm-. Og þessi þjáning hans varir við. Hann þjáist enn með okkur, í
okkur, fyrir okkur. Hann gekk á undan raunaveginn, segir í 1. sálminum,
og er við mætum raunum og þjáningu, eigum við í trúnni að sjá Jesú ganga
á undan, segir í 30. sálmi.
í 7. sálmimnn íhugar Hallgrímur orð Jesú, þar sem hann líkir þjáningu
sinni við kaleik, sem honum beri að drekka. Hið sama má hver sá gjöra, er
lendir í þjáningu og skynja, að þann sama kvalanna bikar drekkur Guðs
sonur sjálfur:
Þú mátt þig þar við liugga,
hann þekkir veikleik manns,
um þarftu ekki að ugga
ádrykkju skammtinn hans,
vel þín vankvæði sér,
hið súrasta drakk hann sjálfur,
sætari og minni en hálfur,
skenktur er skerfur þér. (7.16)
í 37. sálmi talar hann um, að kross Jesú sé manninum næring í þjáningu
hans:
Ég lít beint á þig, Jesú minn,
jafnan þá hryggðin særir,
í mínum krossi krossinn þinn
kröftuglega mig nærir.
126