Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 129
Sérhvert einasta sárið þitt
sannlega græðir hjartað mitt
og nýjan fógnuð færir. (37.10)
Píslarsaga og Passíusálmar
Út frá fjórða orði Krists á krossinum, kvalahrópinu: „Guð minn, Guð minn,
hví hefur þú yfirgefið mig,“ kemur þessi sterka íhugun í 41. sálmi:
Yfirgefinn kvað son Guðs sig,
þá særði hann kvölin megna,
yfirgefur því aldrei mig
eilífur Guð hans vegna,
fyrirþá Herrans hryggðarraust
hæstur Drottinn mun efalaust
grátbeiðni minni gegna. (41.9)
Út frá 5. orði Krists, öðru kvalahrópi hans: „Mig þyrstir!" fæðist íhugunin í
42. sálmi um, að Guð þyrsti eftir sáluhjálp okkar, svo að við, til þess að
lina þorsta hans, skulum bjóða honum iðrunartár og veika trú, er hann
gjöri sér að góðu í mildi sinni (42.10-11, 15).
Jesús Kristur er þannig að mati sr. Hallgríms svarið við tilvistarvanda
manna. í trú á þær velgjörðir hans, sem krosspínan birtir, eigum við leið út
úr kreppu sektarkenndar, sjálfsásakana og dóms, leysumst undan valdi
þeirra og imdir vald Guðs til að þjóna honum sem frjálsir menn, honum til
dýrðar og „til náungans nytsemdar11, svo vitnað sé til formála Nýja testa-
mentisins.37 Orðin af kvöl Drottins fyrir okkur merkja þar með líka, að
þegar við göngum til þjónustu við náungann í þjáningu hans, þá göngum
við til þjónustu við Krist sjálfan, sem þjáist í þjáðum og sjúkum náunga
okkar.
Jesús Kristur er þar með í senn gjöf Guðs til manna og krafa. Hann er
gjöfin, sem merkir, að menn geta þjónað frjálsir frammi fyrir Guðs augliti.
Um leið er hann krafa Guðs um þjónustu við sig, því að sú kvöl, neyð,
þjáning og synd, sem hann bar á krossinn, varir enn við. Þá kvöl ber hann
og um leið ber hann alla synd. Þegar hann kallar á okkur til þess að þjóna,
þá kallar hann okkur til þess að breiða út gæsku sína og ást með því að
lina þjáninguna og kvölina.
Öll þín læging er upphefð mín,
ástkæri Jesú mildi,
3^ Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, Reykjavík 1988, s. 7.
127