Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 132
Guðrún Kvaran
Biskup fór þess þá á leit við konung að hann fengi leyfi til þess að láta
prenta Biblíuna að nýju. í svari konungs var Steini falið að þýða Biblíuna
eftir nýjustu dönsku þýðingunni. Kemur það m.a. fram í sjálfsævisögu
Steins. Brot úr henni er varðveitt í handriti sem eignað er Jóni Ólafssyni úr
Grunnavík og til er í eftirriti í Landsbókasafni (JS 96, 4to). Þar segir:
Biblia in folio, sem eg hefí eptir kongl. Majts befalning verterað sem
næst kunni að verða dönskunni; hennar þrikking enduð 1734 (bls.133).3
Einnig má lesa um hið sama í formála konungs fyrir þýðingunni:
Dog haver meerbemeldte Biskop Mag: Steen Joenssen ved dette Verk
fornemmeligen derhen at see, at dend udi Missions Collegii Bogtrykkerie
her i Voris Kongelige Residentz-Stad Kiobenliavn oplagte nye Edition af
dend Danske Bibel, for saaviit de derudi giorte Forbedringer angaar, det
meste mueligt er, vorder fult, saa og at denne nye Edition i det
Islandske Sprog rigtig og correct vorder oplagt og trykt.
Bibha sú, sem átt er við, mun að öllum líkindum vera þýðingin frá 1647
sem kennd hefur verið við Hans Svane og gefin var út í fjórum bindmn í
12mo.4 í Bibhu Steins er formálum Lúters, sem bæði fylgdu Guðbrands-
bibhu og Bibhu Þorláks Skúlasonar, sleppt þar sem þeir hafa ekki fallið í
kramið hjá hreintrúarmönnum 18. aldar.
Jón Þorkelsson, skólameistari í Skálholti, fjallar lítillega um þýðingu
Steins í ritgerð sem hann nefndi Ný Hungurvaka. Þar ritar hann stuttlega
mn æviferil nokkmra biskupa og meðal annarra Steins.5 Kemm þar fram
að Steinn hafi unnið við verkið í nokkm ár og þykir Jóni erfitt verk lagt á
aldraðan mann.
Bibhan var síðan verðlögð á sjö ríkisdah en þótti dýr og seldist því illa.
Jón skrifar:
Er það ætlan mín, að meiri hluti af þessari útgáfu biblíunnar fúni niður
eða sé seldur fyrir gjafvirði, ef nokkur vill þiggja.6
Einnig kemm fram að Jóni þótti biskupi iha launað erfiðið þótt ekki hafi
að hans mati vel tfi tekist hjá Steini:
3 JS 96, 4to. Collectanea ad historiam literariam Islandiæ eftir Grunnavíkur-
Jón. Eftirrit Sigurðar Hansen eftir B.U.H. Add. 3. fol. Skrá um handrita-
söfn Landsbókasafnsins. Samið hefír Páll Eggert Olason. II. bindi. Bls. 509.
Reykjavík 1927. (Ævisögubrot Steins er á bls. 129-133).
^ Biblia Paa Danske, Det er den gantske hellige Scriftis Bögger igiennem
Seete med flid effter den Ebræiske oc Grækiske text det næste mueligt var.
Kipbinghafn Aar 1647.
® Æfisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara í Skálholti. I. Bls. 412-416.
Reykjavík 1910.
5 Sama rit, bls. 414.
130