Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 133
Nokkur orð um málið á Steinsbiblíu
og þótt lionum ef til vill eigi liafi tekizt svo vel útlegging biblíunnar á
íslenzku, sem sumir hefðu óskað, þá hefir liann þó lagt hana út, og hefði
og mátt sýna honum þann sóma, að minnast hans á þeim stað, er áður er
um getið, [þ.e. í grein Harboes biskups sem síðar verður vikið að] eins og
annara biblíuþýðara, því að minni ætlun hefir hann haft eins mikið fyrir
útleggingu sinni og útgáfu eins og fyrirrennarar hans.7
Prentun Biblíminar stóð alllengi yfir en ekki ber öllum saman um hvenær
henni var lokið. í ævisögu Jóns Þorkelssonar kemur fram í neðanmálsgrein
útgefanda að prentun hafi hafist um 1720 og henni lokið 1728.8 í Nýrri
Hungurvöku er prentun tahð lokið 1736 en í áðumefndi ævisögubroti segist
Steinn hafa lokið prentun 1734. Hann mun hafa öðru hvoru gert hlé á
prentuninni og látið prentun annarra rita ganga fyrir. Mörgum hefixr senni-
lega þótt verkið ganga seint enda var ort:
Biblíuverkið byija vann,
biskup Steinn Jónsson heitir hann,
komst fram í miðja Kongabók,
kraptaverkið þá enda tók;
uppgefinn varð með öllu hann,
undi betur við Grallarann.9
Elsta umfjöllunin um Steinsbiblíu er sennilega í ritgerð Ludwigs Harboes
um íslenskar biblíuútgáfur frá 1746.10 Þar staðfestir Harboe að Steinn hafi
fengið fyrirmæli um að þýða eftir „einer neuen Version“ án þess að tilgreina
hana að öðru leyti. Hann finnur að þýðingunni að hún skuli fylgja dönsku
útgáfunni frá orði til orðs:
welches zum Theil die Ursache seyn mag warum nicht nur der
Islándischen Sprache Reinigkeit mehr verletzt worden als in der vorigen,
sondem auch vieles denen, die nicht zugleich der Dánischen Sprache
máchtig sind, dunkel vorkommen muíB, so hat er doch hin und wieder
etwas úbersehen, und will es fast scheinen, daíB verschiedentlich theils
der Nachdruck, theils der Wort-Verstand des Dánischen nicht recht
eingesehen worden.11
^ Sama rit, bls. 414.
® Sama rit, bls. 55.
® Vísan er eignuð Einari Sæmundssyni. Sama rit, bls. 55.
Ludovici Harboe Bischoffs uber das Stift Drontheim, Kurze Nachricht von
der Islándischen Bibel=Historie, wobey zugleich von den Uebersetzem der
Bibel verschiedenes angefúhret wird. Danische Bibliothec oder Samlung
von Alten und Neuen Gelehrten Sachen aus Dtinnemarck. Achtes Stúck. Bls.
1-156. Copenhagen 1746.
H Sama rit, bls. 135.
131