Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 135
Nokkur orð um málið á Steinsbiblíu
þó síður vegna málspjallanna í sjálfum sér en hins, að orðalagsfrávikin
voru víða svo gjörsamleg frá því, sem þeir höfðu lært af eldri Biblíunum,
að þeir gátu ekki meðtekið þetta sem hið sanna guðsorð (69).
Flestir þeirra sem ritað hafa um Steinsbiblíu hafa bent á að hann muni
hafa stuðst við þýðingu Jóns biskups Vídalíns af Nýja testamentinu. Það
kemur fyrst fram í áðumefncki Hungurvöku Jóns Þorkelssonar:
Sagt er að Nýjatestamentið sé betur út lagt en Gamlatestamentið, og er
það þakkað útleggingu Jóns biskups Vídalíns, er Steinn biskup hafði til
hliðsjónar, að svo miklu leyti sem hann gat komizt að því, sem eptir var
af henni.1^
Þýðingar Jóns getur Magnús Már í áðumefhdri grein en fjallar rækilegar
um hana í annarri tveimur ámm síðar.18 Jón er talinn hafa þýtt Nýja
testamentið um 1710 og þá að mestu eftir dönsku þýðingunni frá 1647 en
þó mun hann hafa stuðst eitthvað við grískan texta. Hann mun hafa sent
Ama Magnússyni verkið en nú er lítið varðveitt af því, svo vitað sé, aðeins
Pálspistlamir og Hebreabréfið í eiginhandarriti Jóns í Landsbókasafiii
(Lbs. 11-12, 4to). Uppskrift er til af þessu handriti frá 18. öld (Lbs. 189,
fol.)
Áhugavert hefði verið að bera rækilega saman Steinsbiblíu og þýðingu
Vídalíns og þessar þýðingar báðar saman við dönsku fyrirmyndina. Sá
samanburður verðm- að bíða betri tíma en hér á eftir mun ég þó sína tvö
samanburðardæmi.19
Samanburðardæmi:
Þeim kafla sem hér fer á eftir skipti ég í tvo hluta. í hinum fyrri er þýðing
Steins borin saman við Þorláksbiblíu og dönsku biblíuna frá 1647.20
Vajsenhúsbiblía, næsta útgáfa á eftir Steinsbiblíu, er að mestu endur-
útgáfa á Þorláksbiblíu. Þó vom gerðar smávægilegar breytingar á henni en
ekki svo miklar að ástæða sé til þess að prenta textann í heild. Slíkar
breytingar, ef einhveijar em, em prentaóar sem orðalagsmimur í sýnis-
12 Æfisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara í Skálholti. I. Bls. 414.
1® Magnús Már Lárusson. Nýja testamentis-þýðing Jóns Vídalíns. Skírnir.
Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags. 124. árg. Bls. 57-69. Reykjavík.
1950.
10 Svo óheppilega vill til að fjórða bindi dönsku þýðingarinnar, Nýja testa-
mentið, finnst ekki í Landsbókasafni og ekki virðist til annað eintak af því
hérlendis sem vitað er um. Ekki reyndist unnt að bíða eftir ljósmyndum frá
Kaupmannahöfn.
20 Fróðlegt hefði verið að bera einnig saman við dönsku þýðinguna frá 1607 til
þess að sjá betur hver var fyrirmynd Þorláks en sú útgáfa reyndist ekki til
hér á söfnum.
133