Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 147
Nokkur orð um inálið á Steinsbiblíu
Þorláksbiblía:
Mt 7. 1-8:
Eigi skuluð þér dæma svo að þér verðið ei dæmdir.
2. Því að með hvöijum dómi þér dæmið, munuð þér dæmdir verða, og
með hvörri mælingu þér mæhð, mun yður endurmælt verða.
3. En hvað sér þú ögn í auga bróður þíns, og að þeim bjálka, sem er í
sjálfs þíns auga, gáir þú ekki?
4. Eða hvöminn dirfist þú að segja bróður þínum: Bróðir, leyf að eg
dragi út ögnina af auga þínu? Og sjá, að bjálki er í sjálfs þíns auga.
5. Þú hræsnari, drag fyrst út bjálkann af þínu auga, og gef þá gætur
að, að þú fáir útdregið ögnina af þíns bróðurs auga.
6. Eigi skuluð þér gefa hundmn helgidóminn, og varpið ei heldur
perlum yðar fyrir svín svo að eigi troði þau þær með fótum sér og að snúist
þau og yður í sundur slíti.
7. Biðjið, og mun yður gefast, leitið, og munuð þér finna, knýið á, og
mun fyrir yður upp lokið.
8. Því að hvör eð biður, hann öðlast, hvör eð leitar, hann finnur, og fyrir
þeim, eð á knýr, mun upplokið.
Steinsbiblía:
Dæmið ekki svo að þér skuhð ekki dæmast því með hvaða dómi þér dæmið
munuð þér og dæmast.
2. Og með hvaða mælir þér mælið mun yður aftur mælast.
3. Því sér þú fisið sem er í þíns bróðurs auga en að bjálkanum í þínu
(eigin) auga gáir þú ekki?
4. Eður hvömin segir þú til þíns bróðurs: láttu vera, eg vil taka fisið úr
þínu auga og sjá (þar er ) einn bjálki í þínu auga.
5. Þú hræsnari tak fyrst bjálkann úr þínu auga og sjá þá til að þú
kunnir að taka fisið úr þíns bróðurs auga.
6. Gefið ekki hundunum það heilaga, kastið ekki heldur yðar perlrnn
fyrir svín svo að þau skuli ekki troða þær með sínum fótmn og snúa sér við
og sundurrífa yður.
7. Biðjið og yður mun gefast. Leitið og þér munuð finna, klappið á og
yður mun upplátið verða.
145