Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 148
Guðrún Kvaran
8. Því hvör sá sem biður hann öðlast og hvör sem leitar hann finnur
og hvör sem klappar upp á hönum mun upplátið verða.
I 2. versi notar Steinn mæli eins og enn er gert í stað mælingar hjá
ÞorláM. Hann velur einnig þýðinguna fis í stað ögn hjá ÞorláM en sú þýðing
er upphaflega frá Oddi -3 Báðir nota orðið bjálM en því hafði Þorlákm-
breytt frá Guðbrandsbiblíu. Þar var notað vagl. BjálM í þeirri merMngu
sem hér um ræðir því að í spássíuskýringu við 6. kafla Jesús Síraks bókar
stendur: ForMokur, það eru þeir augna dómarar sem eigi sjá sjálfs bjálka.
Þorláksbiblía:
Lk2. 1-14:
En það bar til í þann tíma að það boð gekk út frá keisaranum
Augusto, það heimurinn allur skyldi skattskrifast.
2. Og þessi skattskrift var hin allra fyrsta og skeði í þann tíma þá
Cyrenius var landstjómari í Sýria.
3. Og allir fóm að láta skrifa sig niður til skatts, hvör til sinnar borgar.
4. Þá fór og Jósef af Galílea lir borginni Nazaret upp í Júdeam, til
Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og kyni
Davíðs,
5. að hann léti skattskrifa sig með Maríu, sinni trúlofaðri kvinnu sem
var ólétt.
6. Og er þau vom þar þá kom tíminn að hún skyldi fæða.
7. Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði
hann niður í jötuna því að þau höfðu ekkert rúm í gestaherberginu.
8. Og fjárhirðarar vom þar í sama byggðarlagi um grandana vakandi,
sem vöMuðu hjörð sína um nóttina.
9. Og sjá, að engill Drottins gekk til þeirra, og Drottins birti ljómaði í
kringum þá. Og þeir tnðu næsta mjög óttaslegnir.
10. Og engillinn sagði til þeirra: Hræðist ekM, sjáið, eg boða yðnr
mikinn fognuð, þann er ske skal öllu fólM.
11. Því að í dag er yður frelsarinn fæddur, sá að er Kristur Drottinn, í
borg Davíðs.
12. Og hafið það til merMs: Þér munuð finna bamið reifum vafið og
lagt vera í jötuna.
OQ
Um ögn í auga sjá: Stefán Karlsson. Ogn og háls í hómilíu. Gripla IV. Bls.
135-136. Reykjavík 1980.
146