Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 161
Útaf Edens fold
1772. En aftur missti hann prestskap ári síðar fyrir sömu sakir, bameign
með Jórunni öðm sinni. Arið eftir (1774) giftist hann Margréti Bogadóttur í
Hrappsey Benediktssonar. Uppreisn í annað sinn fékk hann svo ekki fyrr
en tólf árrnn síðar, síðla sumars 1786 þó með því skilyrði að hann fengi
ekki prestsembætti í Skálholtsbiskupsdæmi. Hann fékk Bægisá haustið
1788, tók við þá um veturinn og hélt kallinu til æviloka, 1819.
Þau Margrét bjuggu allan sinn búskap í Galtardal á Fellsströnd við
lítið bú en jafnframt var Jón lengst af þann tíma aðstoðarmaður við
prentverkið í Hrappsey sem þá var nýstofnað. Ekki var hjónabandið
sérlega farsælt og svo fór að Margrét fylgdi bónda sínum ekki að Bægisá og
sáust þau aldrei eftir að leiðir skildu haustið 1788, að því talið er, en
lögskilnaður mun aldrei hafa farið fram. I ljóði sem hann orti við
skilnaðinn og í erfxljóði eftir konu sína er djúpur tregi. Margrét lést 1808.
Fyrst eftir komima að Bægisá hafði hann vinnufólk en fjórða vorið
(1792) ræður hann til sín bústým sem hafði ekki vistaskipti meðan hann
hfði. Hún hét Helga Magnúsdóttir. Um hana segir séra Sigurður Stefánsson
í bók sinni mn Jón Þorláksson að hún hafi verið merk kona og að engin
hafi skilið séra Jón betur þeirra kvenna sem deildu kjömm hans og
örlögum lengur eða skemur á lífsins leið, hsteðh hans og fegurðarþrá.4
Séra Jón Þorláksson studdist ekki við enska frumtextann heldur við
danska og síðar þýska þýðingu hans. í þýðingunni notar hann ekki sama
bragarhátt og Milton, það er að segja stakhendu (blank verse), heldur
fomyrðislag þar sem ljóðlínumar em mun styttri. Milton taldi rím aðeins
hæfa minniháttar kveðskap og hafhaði því af þeim sökum, hins vegar
finna menn margs konar rím í ljóðinu eftir sem áður, meðal annars í
notkim hugtaka.
Séra Jón Þorláksson hefur valið fomyrðislag af eðlilegum ástæðum,
fyrir því var ákveðin hefð í íslenskum söguljóðum og jafnframt hefur verið
bent á að stakhendan hefði ekki vakið sérlega hrifhingu svo rímlítil sem
hún er. Margir hafa því litið svo á að val Jóns á fomyrðislaginu gefi
þýðingu hans sérstakt gildi þótt önnur sjónarmið hafi einnig komið fram.5
Paradfsarmissir er almennt talið merkasta verk séra Jóns á Bægisá
þótt það sé áreiðanlega rétt athugað hjá séra Sigurði Stefánssyni í ævisögu
skáldsins að þýðingin hafi aldrei náð lýðhylli hér á landi sökum þess hve
4 Sigurður Stefánsson, sama verk, bls. 111. Jón Þorláksson. Dánarminnig.
Reykjavík 1919. Með: Agrip ævisögu Jóns prests Þorlákssonar eftir Jón
Sigurðsson.
® Sjá rannsóknir Richards Beck á þýðingum séra Jóns: Richard Beck: Jón
Þorláksson. Icelandic Translator of Pope and Milton. Studia Islandica 16.
Reykjavík 1957.
159