Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 162
Gunnar Kristjánsson
verkið er umfangsmikið og tormelt á köflum. En svo mikið er víst að
þýðingin hefur haft áhrif á Jónas Hallgrímsson, auk þess sem Jónas beitir
fomyrðislaginu af álíka smlld og Jón. Séra Hallgrímur Þorsteinsson, faðir
Jónasar, var aðstoðarprestur Jóns Þorlákssonar um nokkurra ára skeið —
en hann lést þegar Jónas var níu ára — og hefur vafalaust leikið ljómi um
nafn Bægisárskáldsins í huga listaskáldsins góða ekki síst þegar það er
haft í huga að Jónas var síðar nemandi frænda síns, séra Einars
Thorlaciusar í Goðdölum, sem var mikill aðdáandi séra Jóns á Bægisá.6
Talið er að Jón hafi byijað þýðingu Paradísarmissis skömmu eftir að
hann kom að Bægisá því að árið 1791 sendi vinur hans, Halldór Hjálmars-
son konrektor á Hólum, honum nýja danska þýðingu af verkinu og tveim
árum síðar birti Lærdómslistafélagið þýðingu hans af fyrstu bók verksins.
Vakti útkoman mikla og verðskuldaða athygli og sömuleiðis önnur bókin,
en eftir það varð hlé á útgáfunni. Verkið kom út í Kaupmannahöfn í heild
sinni árið 1828 eða áratug eftir andlát skáldsins. Islenska útgáfan er
fjögurhundruð þéttprentaðar síður eða um þrjátíu og sexþúsund ljóðlínur.
Þýðingin tók séra Jón um hálfan annan áratug, henni lauk áiið 1805.
Paradísarmissir, söguþráður
Paradísarmissir Miltons er ekki trúarljóð í hefðbundnum skilningi, heldur
söguljóð. Um trúfræði ijallar Milton í öðrum ritum eins og fram er komið.
Milton hefur útskýrt viðhorf sitt til skáldskapar á þann veg að þar eigi
menn ekki að leita að kenningum heldur eigi ljóðið að vera „einfaldara,
tilfinningaríkara og ástríðufyllra heldur en (. . . fræðilegar ritgerðir)“.7
Sagan um Adam og Evu er þungamiðja verksins en auk þess er ítar-
lega fjallað um aðdraganda fallsins og afleiðingar.
Fyrir nútímafólk sem gleypir í sig hrollvekjur af ýmsu tagi auk
ffásagna af risaeðlum og yfimáttúrlegum fyrirbærum ætti það að vera létt
verk að lifa sig inn í fyrstu tvær bækur Paradísarmissis þar sem segir frá
aðdraganda syndafallsins.
Lesandinn er staddur í miðri rás atburða þegar sagan hefst og hann
kynnist erkifjandanum, Satan sjálfum, liggjandi máttvana í helju eftir að
hafa verið kastað út úr himninum ásamt um það bil þriðjungi englanna.
6 Sjá um áhrif Paradísarmissis á Jónas Hallgrímsson í grein Svövu Jakobs-
dóttur: „Paradísar missir Jónasar Hallgrímssonar". Skírnir haust 1993.
7 Milton, Poetical Works. Ed. by Douglas Bush, Oxford, New York 1990
(12.prentun).
160