Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 170
Gunnar Kristjánsson
Þannig svaf hann þá, stóð ei afneinum
en þó eigi stuggur minnsti.
dvaldi, svo sem nú,
í dimmutn skugga, Læddist í munn hans
né hauðurs liolu lymskur Fjandi,
herfilegri, skynlaus fangandi
afþvíhann enn nú skilningarvit,
var óskaðvænn; höfuð og hjarta
liauður skriða,
Heldur lá hann, skaut þar inn anda
svo sem liægast var, skynsamlegum,
á mjúkum mosa þó án svefnbrigða
meðal blómstra; fyrir sváfnis ham;
engi hræddist hann, svafhann makráður,
og honum eins uns morgnaði. (Bls
Nú er Satan kominn í höggorminn og þarf engu að kvíða því enginn þekkir
hann. Og þá víkur sögunni um sinn að Adam og Evu. Við sjáum þau koma
út úr laufskálanum og taka tal saman, samtal þeirra að þessu sinni snýst
um hagnýta hluti, Eva stingur upp á því að þau vinni hvort í sínu lagi til
þess að þeim verði meira úr verki. Hún fær Adam á sitt band. En þar með
stígur hún fyrsta skrefið til fallsins og Satan á greiða leið að henni einni.
Margir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna Adam og Eva þurfa að hafa
áhyggjur af vinnu sinni í aldingarðinum, þau þurfa meðal annars að sinna
matseld og garðrækt. I huga Miltons eru frumforeldramir engir villimenn
heldur hið gagnstæða, þeir eru gjaldgeng fyrirmynd góðborgarans í
Englandi um miðja sautjándu öld. Villimaðurinn kemur til sögu löngu
síðar í söguskilningi Miltons.9
Satan er nú að því kominn að ná markmiði sínu, hann nálgast Evu en
heillast svo af fegurð hennar að hann gleymir næstum því erindinu og
hrekkur við þegar hann áttar sig.
® Frye, bls. 66.
168