Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 171
Útaf Edens fold
Eftir óskurn
en umfram von
sér hann Evu nú
í einrúmi;
angandi gufu
var hún ísveipuð,
svo hún sást varla,
og síumgirt
sem runni rjúkandi
rósa blysa.. . . (Bls. 259)
Dáðist Djöfull mjög
að dýrum garði,
en þó undraðist
hann Evu meir
lík sem lýðríkri
*
Svaslegt sakleysi,
er í sérhvetjum
látum, hegðun
og limaburði
vífs, og viðmóti
vottaði sig
unaðs megni með
í minnsta hverju,
vann á vonsku hans,
svo af virðingu
fyrir fljóði sér
feila hlaut. (Bls. 260-261)
Hepti það um hríð
huga grimman,
og eitraðs áforms
ofstæki drap;
varð nú hinn vondi
vondu flettur,
og í stórri deyfð
um stundarsakir
góður, slægða-sljór
og slyppur stóð,
þá án öfundar
og illsinnis. (Bls. 261)
„Hvert hafið þér mig,
hyggjur! leiddan?
hve slíkt feykna megn
gat fangað mig,
og glapið geð mitt,
svo eggleymt hefi,
hvarfyrir eg em
hingað kominn?
Haturs vegna
em eg hér kominn,
en ástar ekki,
né í auðnu von,
að fá Paradís
fyrir víti;
engi tilhlakkan
ánægju smekks,
né minnsta neista
afnokkurri gleði,
hefir mig
hingað knúðan.
Heldur heitgimd,
að hrinda gleði,
og alla ánægju
að eyðileggja . . .“ (Bls. 261)
169