Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 177
ÚtafEdens fold
er hinni seinni
var Evu greidd,
Maríu meyju,
miklu síðar.
„Heil sértu manna
móðir allra!
fylla mun með fleirum
þitt frjófsamt skaut
heilan heim sonum, . . “
Orð engilsins samsvara orðum Gabríels þegar hann boðaði Maríu fæðingu
Jesú: Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs (Lúk. 1,28). Eva er hér eins konar
fyrri María, báðar njóta þær sérstöðu. Eva hleypti að sönnu dauðanum
inn í sköpunarverkið en hún gerir um leið kleift að útrýma honum vegna
þess að hún er móðir allra sem lifa og einn þeirra sem eiga eftir að fæðast
er sjálfur endurlausnarinn. Þetta kemur fram í þessum orðmn Evu í 11.
bók þegar engillinn hefur hughreyst þau Adam eftir fallið:
En hvað í uppgjöf
óendanlegur
var hinn Voldugi,
sem mér valdi dóm!
eg, sem öllum fyrst
olli dauða,
náði náð þeirri,
nú að verða
ein fyrir alla
uppspretta lífs. (Bls. 346)
Hið sæla fall
Og svipað gerist með Adam. Eftir að engillinn hefur huggað hann og sýnt
honum hvað eigi eftir að gerast, meðal annars að Jesús eigi eftir að fæðast
og endurleysa mannkynið þá kemur upp í huga hans óvænt gleði yfir
syndinni. Þar grípur Milton til túlkunarsögunnar því hér er þemað alkimna
felix culpa eða hið sæla fall.11 Adam fer skyndilega að efast um að hann
þurfi að angrast út af sök sinni því að hún gaf tilefni til hinnar stórkost-
legu endurlausnar. Af syndinni mun því margt gott leiða. Vissulega hafði
hann vaknað af hinu dreymandi sakleysi, ekki gat hann alltaf verið
sofandi. En þegar hann vaknaði hvarf áhyggjuleysið og jafnframt sjálf
Paradís. Nú er hún ekki lengur sýnileg og áþreifanleg heldur býr hún innra
með þeim, í huga þeirra, í fyrirheitumun sem engillinn gefur þeim, í
fullvissu trúarinnar. Þegar erkiengillinn Mikael hefur lýst fyrir þeim hvað
gerast mmú í framtíðinni taka þau gleði sína aftur:
Lumiansky bls. 223, Frye, bls. 110.
175