Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 179
Útaf Edens fold
Þannig gengu þau
nú þar bæði,
og hélt hvort þeirra
í hönd öðru,
fóru þau svo fram
fetum seinum
einmana útaf
Edensfold. Bls. (408)
Með þessari tregablöndnu og tvíræðu lýsingu lýkur Paradísarmissi.
Engillinn hefur hughreyst þau og þau hafa séð jákvæðar hliðar á synda-
fallinu. Þau eru vöknuð af hinu dreymandi sakleysi en með vökunni kom
dauðinn og syndin eða með öðrum orðum firringin milli þeirra sjálfra og
milli þeirra og Guðs.12 Adam og Eva fóru fetum seinrnn einmana útaf
Edens fold. Hægt og rólega yfirgefa þau veröld hins dreymandi sakleysis
þangað sem aldrei verður aftur snúið. Framundan er baráttan í nýjun,
fölhnnn heimi, þar sem Synd og Dauði eru komin til að vera. Og þar sem
þekkingin með allri sinni tvíræðni er komin í stað sakleysisins.
Hin sérstæða tvíræðni þar sem á togast hin fagra minning um Paradís
axrnars vegar en hins vegar sæla fallsins kemur fram í lokaerindum Para-
dísarmissis og jafnframt í túlkun tónskáldsins Josephs Haydn í Sköpun-
inni þar sem textinn er úr Paradísarmissi Miltons, því verkið endar á
miklmn HaUelújakór. Hér er jafnframt komið að einum merkasta galdri
Miltons í þessu verki, að vekja spmningar í huga lesandans, ein tekur við
af annarri, lesandinn er aldrei fjarlægur áhorfandi heldur er hann sjálfur
orðinn þátttakandi áður en hann veit af. Kannski efast lesandinn um að
Paradís hafi verið svo góð eftir allt saman, og hvemig stóð á því að Guð réð
ekki við Satan? Og með óhlýðnina, var hún kannski lokaþátturinn í sjálfri
sköpuninni, hluti af óskiljanlegri fyrirætlun Guðs að reyna manninn ekki
aðeins í hlýðni heldur líka í því að taka áhættu? Þannig hrannast
spmmingamar upp. Og það er eitt af því sem hefur gert Paradísarmissi að
því meistaraverki sem það óneitanlega er.
Viðfangsefni Paradísarmissis er sífellt á dagskrá svo sem sköpunar-
verkið, stríðið, hrokinn, mannleg samskipti, náttúran, framfarimar,
tæknin og frelsi mannsins. Um þetta fjallar Paradísarmissir með hjálp
goðsögmmar sem öllum sögum er þekktari. Milton tókst að gera hana
furðu nálæga í lífi mannsins á sinni tíð og ennþá furðulegra er hversu
nálæg hún er núna, rúmum þrem öldrnn eftir að skáldið blinda sat við
borðið sitt og lokaði síðustu bókinni.
12 Um hugtakið „dreymandi sakleysi" og fleira sem snertir túlkun synda-
fallsins sjá: Paul Tillich: Systematic Theology. Welwyn, Herts 1968.
177