Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 181
Gunnar Stefánsson
„Eg kveiki á kertum mínum“
Um trúarleg viðhorfí kveðskap Davíðs StefánssonaU
Þegar vígshibiskup Hólastiftis, séra Bolli Gústavsson, bað mig að tala á
Hólahátíð um Davíð skáld Stefánsson, með því að ég hef á undanfomum
ámm verið að kanna ævi hans og verk, játti ég því strax. Davíð var það
skáld sinnar samtíðar sem einna best er tahð túlka anda hennar, enda
tóku samferðamenn miklu ástfóstri við skáldið. I seinni tíð hefur verkum
Davíðs verið minna á loft haldið en áðm- og fer löngum svo; — tíðarandi
breytist og mönnum finnst þeir þurfa að losna undan áhrifmn þeirra sem
sterkir eru.
En hlutur Davíðs Stefánssonar í menningarsögu þessarar aldar er
mikill og skáldskapur hans mun enn eiga greiða leið til lesenda ef rétt er á
haldið. Hann er tímamótamaður, vaxinn upp í rótgróinni sveitamenningu,
en mótaðist ungm- af þeim anda sem lék um íslenskt þjóðlíf í upphafi
þeirrar aldar sem nú er bráðum öll. Besta skeið hans var tíminn á milh
styijaldanna, en hann lifði nógu lengi til að nema þá vinda sem blésu eftir
seinni heimsstyrjöld, kalt stríð, gildishrun og upplausn. En Davíð
Stefánsson hafði óbilandi trú á staðfestu íslenskra menningarerfða og
þeim eðhskostum sem best dugðu þjóðinni í sambúð við óblíða náttúru. Sú
trú var kjölfesta hans og kemur því skýrar fram sem á líður. Og hvar á
betur við að minnast hans en í Hóladómkirkju, á hinu foma höfuðsetri og
vígi íslenskra mennta í þeim landsfjórðungi sem fóstraði skáldið?
Hinn 25. ágúst 1963 var haldin hátíð á Hólastað til að minnast
tveggja alda afmæhs dómkirkjunnar. Meðal gesta við messugjörð af því
Þessi grein er að stofni til erindi sem flutt var á Hólahátíð 15. ágúst 1993.
Eg var beðinn að tala þar um skáldskap Davíðs Stefánssonar. Fyrri hluti
máls míns var miðaður við stað og stund og fjallaði um þau kvæði sem Davíð
orti um Hóla í Hjaltadal og sögu þeirra, en í þeim seinni var reynt að varpa
ljósi á viðhorf skáldsins almennt gagnvart trú og kirkju. Inn í erindið var
felldur ljóðalestur. Þegar óskað var eftir erindinu til birtingar í þessu riti
endurskoðaði ég það og jók nokkrum atriðum, en í megindráttum er hér um
Hólaerindið að ræða, sem sjá má af því, að það sem sérstaklega sneri að
Hólastað er látið halda sér.
179