Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 183
„Ég kveiki á kertum mínum“
Sú mynd af Guðmundi Arasyni sem í kvæðinu kemur fram er mjög
rómantísk. Það er ekki hlutur biskups í þjóðfélagsátökum þrettándu aldar
sem hér er fjallað um, heldur er hér mynd af „sporgöngumanni Krists",
þeim íslenska kennimanni sem mest er sagður hafa líkst heilögum Frans
írá Assisí — sem reyndar var Davíð einnig hugstæður. Annars yrkir skáld
vort ekki söguljóð til að vega og meta liðna tíð eða endurvekja anda hennar
— en það er raunar aldrei annað en listræn blekking. Við sjáum best
einkenni Davíðs í þessu með því að bera hann saman við eldri skáld eins
og Fomólf eða Grím Thomsen sem leitast við að gefa sínum ljóðum fyrri
tíðar blæ. Söguleg kveikja verður Davíð að jafnaði einungis tilefni til
ljóðrænna játninga frá eigin brjósti. Þetta er einkar glöggt í næsta kvæði úr
Hólasögu, Brot úr lofkvæði Laurentíusar Hólabiskups til Hallberu abba-
dísar á Stað. Það stendur í Nýjum kvæðum, 1929. Lárentíus Kálfsson var
biskup á fjórtándu öld og kveikjan er sótt í Biskupasögur, þar sem rætt er
um vers er biskup hafði gjört til frú Hallberu á Reynistað. En í kvæði
Davíðs talar hann vissulega sjálfur í anda og stíl síns tíma:
Margt kvæði, sem ég kvað,
var kvein úr skriftastól.
Um Ijós ég blindur bað,
og bros þín kveiktu sól.
Til vegar villtur spyr.
Mér varð að leita þín.
Eg kraup við klausturdyr
og kyssti sporin þín.
Þegar kom fram á fjórða áratuginn tók Davíð að safha gömlum íslenskum
bókum af miklnm krafti. Þá hlaut Hólastaður að verða skáldinu einkar
hugstæður, slíkan sess sem staðurinn skipar í sögu bókaútgáfu, vagga
prentunar á íslandi. Það kemiu’ vel fram í Sálmi bókasafnarans. í þessu
efni stendur Guðbrandur biskup Þorláksson hæst með biblíu sína sem út
var gefin á Hólum 1584. í Að norðan 1936, er að finna kvæðið Guðbrands-
biblía. Þetta er óhátíðlegt kvæði og raunar nokkuð vatnsblandað, miðað
við mörg önnur söguljóð Davíðs, það er eins og hann hafi ekki náð fluginu.
Þetta finnum við á lokaerindinu:
Við biskup sjálfan er blessað
biblíuverkið kennt,
og er fyrir aldurs sakir,
orð sitt og Hólaprent
181