Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 184
Gunnar Stefánsson
andlegt aðalsmerki
á íslenskri bókaramennt.
Þegar Davíð gaf út Að norðan var hann í nokkurri lægð. Þess sjást líka
merki í öðru Hólakvæði í þeirri bók, Búr Hólastaðar. Þar segir írá biskupi
sem á góða daga heima á Hólum, „hangikjöti í sig raðar“, meðan alþýðan
býr við sáran skort, enda er sagt „að guðsorðið sé létt í maga.“ Þetta er eitt
ádeilukvæða skáldsins um kærleiksleysi höfðingja og meinbægni og
misskiptingu lífsgæða. Óneitanlega eru kirkjunnar þjónar kjörin skotmörk
í slíkum kveðskap og fleiri dæmi um það í kveðskap Davíðs .
í síðustu ljóðabókimum sem skáldið gaf út eru tvö kvæði sem tengjast
sögu Hóla. Annað er Þingeyrabræður á leið til Hólastaðar í 7 dögun 1960.
Það er eitt nokkurra kvæða Davíðs um klaustur og líf mimka, en á því
lífemi hafði hann mikla andúð (sbr. leikritið Munkarnir á Möðruvöllum),
þótt hann viðurkenndi að sjálfsögðu menningarhlutverk klaustra. í
kvæðinu eru bræðumir á leið til skrifta á Hólum, en fram er tekið að
biskup sé ekki síður breyskur: „Öllum var skemmt er biskup braut/ þau
boðorð sem hann kenndi.“ — Ótalið er það kvæði skáldsins með efni úr
sögu Hóla sem þeirra dramatískast er, enda efnið sótt í feiknlegasta skeið
Hólastóls, baráttu Jóns Arasonar á sextándu öld og endalok hennar, líflát
biskups og sona hans í Skálholti 1550. Kvæðið stendur í Ljóðum frá liðnu
sumri, 1956, og heitir Norðlendingar flytja lík Jóns Arasonar heim að
Hólum. Það er í hátíðlegum göngutakti í samræmi við efnið. Rómantísk
stórmennadýrkun Davíðs lætim ekki að sér hæða:
Hylltu þinn fóður, Hólasveinn.
— Göngum hægt, og grátið þér, konur.
I ást var hann fagur, í anda hreinn
og Islands djaifasti sonur.
Nú sjáum við loks til Hóla heim.
— Göngum hægt, hægt, upp heilagan stíginn.
Guð hjálpi þér, Island, og öllum þeim,
sem eiga sinn foringja hniginn.
*
Við höfum nú drepið á þann kveðskap Davíðs Stefánssonar sem beinlínis
tengist Hólastað og sögu hans. Af honum verður raunar fátt ráðið um
trúarviðhorf Davíðs. Kvæðin sýna umfram allt rómantíska innlifun hans í
182