Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 186
Gunnar Stefánsson
Einar H. Kvaran og Jón Trausta; mætti bæta Þorgils gjallanda við — og
frumherjanum Gesti Pálssyni.
Davíð Stefánsson varð vitaskuld fyrir áhrifum af öllu þessu. En við
sjáum að hann er hér eins og á mótum tveggja alda. Hann hefur augljós-
lega verið trúhneigður að eðlisfari, og ef við lítum til nánasta umhverfis
hans sést að hann hlýtur að hafa alist upp í lúterskum rétttrúnaði. Báðir
afar hans voru prestar, og móðm-afinn, séra Davíð Guðmmidsson á Hofi,
einn af lærðustu prestum sinnar tíðar. Hulda Á. Stefánsdóttir segir hann
hafa verið mikinn bamafræðara og hann aðhylltist rétttrúnað aldarinnar.* * 5
Ætla má að séra Davíð hafi haft mótandi áhrif á dótturson sinn í bemsku,
en hann lést þegar Davíð yngri var tíu ára. Aftur á móti hafði andi
Brandesar líka náð inn í fjölskylduna með Ólafi Davíðssyni náttúm-
fræðingi sem nrnnið hafði í Kaupmannahöfn og orðið þar fráhverfur kirkju
og kristindómi.6
Hér kemur annað til. í nágrenni Davíðs sat hið aldna þjóðskáld,
Matthías Jochumsson. Davíð kynntist honum ungm og dáði hann mjög.7
Matthías hafði lent í andstöðu við kirkjustjóm síns tíma, enda var hann
miklu hallari undir sveigjanlegar trúarkenningar en þorri presta. Þegar
alls þessa er gætt er ekki að undra þótt Davíð Stefánsson færi að tvístíga
gagnvart þeim trúarlærdómum sem ríkjandi voru í uppeldi hans. Þeir
höfðu verið að láta undan síga er leið á nítjándu öldina þótt kirkjutrúin
lifði enn. Hjá rómantískum skáldmn gætir eins konar algyðistrúar, á guð í
náttúmnni. Þannig má líta á sumt í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, þótt
Jónas væri vitaskuld kristinn, enda sótti hann um prestaköll á íslandi,
gat það með próf sitt úr Bessastaðaskóla. Jónas kveður um „höfund" eða
fóður alls sem er. Nýlega hefur verið bent rækilegar en fyrr á hin kristnu
viðhorf í ljóðum Jónasar.8 Síst má gera lítið úr áhrifum Jónasar á Davíð
sem önnm lýrísk skáld, enda túlkaði Davíð oftsinnis ást sína og aðdáun á
þessum sýslunga, í bundnu máli og lausu.9
Hjá Steingrími Thorsteinssyni, höfuðskáldi síðrómantískrar stefnu í
íslenskum skáldskap, gætir svipaðarar tignimar á Guði í náttúrmmi. Hún
® Hulda Á. Stefánsdóttir: „Ólafur DavíðssoiT. Minningar H. Á. S. Bernska.
Reykjavík, 1985, bls. 173-187.
® Davíð Stefánsson: „Ólafur Davíðsson" Mælt mál. Reykjavík, 1963, bls. 108-
118. Sjá einnig: Hulda Á. Stefánsdóttir: op. cit.
7 Davíð Stefánsson: „Kynni mín af séra MatthíasT. Mælt mál. Reykjavík,
1963, bls. 24-38.
® Matthías Johannessen: Um Jónas. Reykjavík, 1993.
® Sjá m.a. Davíð Stefánsson: „Listamannaþing 1945.“ Mælt mál. Reykjavík,
1963, bls. 73-80.
184