Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 187
„Eg kveiki á kertum mínum“
kemur fram í Háfjölluumn og hinni frægu vísu um guð í alheimsgeimi, guð í
sjálfum þér. Bergmál af þeirri hugsun má heyra í Svörtum fjöðrum Davíðs:
„Því Guð er allt og alls staðar/ í allri veröldinni“ (Sumarmál).— Enn er
þess að geta að á æskuárum hans tóku ýmsar andlegar hreyfingar, eins og
guðspeki, ættuð frá Austurlöndum, og spíritismi frá Bretlandi að láta að
sér kveða. Heilluðust margir af slíku, meðal annars áhrifamenn á Norður-
landi. Allt varð þetta til að grafa undan hinni hefðbundnu kirkjutrú. A
unglingsárum Davíðs varð fræg setning í skáldsögu eftir Einar H. Kvaran,
Brandesarsinnann sem snerist yfir í andatrú og boðaði fagnaðarerindi
fyrirgefhingarinnar. Hún stendur í ævintýri mn Drottin og bugaða manns-
sál þar sem Drottinn segir að síðustu: „En ég er sjálfúr í syndinni“.10
Svartar fjaðrir, fyrsta bók Davíðs, 1919, speglar vel þau áhrif sem
ungur og hrifnæmur maður hefúr orðið fyrir af allri þeirri gerjrm í trúar-
efhum sem staðið hafði á uppvaxtarárum hans. Þrátt fyrir að því er virðist
bæði inngróna og ræktaða trúhneigð kemur fyrir að hann efast mn tilvist
Guðs. „Og Guð ég bið, þótt hann sé enginn til.“ (Moldin angar). Hann hefur
orðið snortinn af ádeilu á illsku kirkjmmar þjóna (Hrafnamóðirin). En
tvíhyggja kristindómsins, togstreita holds og anda, er honum hugleikin.
Svölmi líkamlegra nautna er synd, og þetta kirkjulega grundvallarhugtak
kemur furðu víða fyrir í bókinni. „Hún ljómar af himneskri fegurð — og
synd“, segir um Kleópötru í kvæðinu Caesar við bókhlöðurústimar í
Alexandríu. Það sem gæðir ljóð Davíðs hrolh og spennu er einmitt vitundin
mn syndsamlegt eðh nautnarinnar, þess vegna er hún meira ginnandi en
ella.
Jafhhliða þessari „heiðnu“ og „syndsamlegu" lífsdýrkun, er bamatrúin
— eða bams..trúin — sterk í huga Davíðs þegar hann kemur fram, og
Kristur aldrei fjarri honum. Það má sjá í kvæðinu Fóstra mín. Skáldið
heyrir á ný söguna um sveininn sem fæddist í fjárhúsjötu,
sem mörgum varð leiðarsteinn lífsins
og Uegði vind á sjó,
sagt gat villtum til vegar
og vakið þann, sem dó.
En hann var hæddur og eltur
og hafði hvergi frið,
þó væri affóðumum fæddur
til að frelsa mannkynið.
Einar H. Kvaran: „Gull“. Ritsafn, II. bindi. Reykjavík, 1968, bls. 338-340.
185