Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 188
Gunnar Stefánsson
Og svo varþað syndari nokkur,
er sveik liann með fólskum koss.
Afníðingum var hann negldur
nakinn upp á kross.
í næstu bók, Kvæðum, bregður fyrir Maríudýrkun og kann að mega rekja
það til áhrifa frá Ítalíuferð skáldsins: „Að fótum þér ég fell með lotning/
friðarins drottning,“ segir í Maríubæn. Þetta kann einnig að tengjast al-
mennum söguáhuga eins og Hólakvæðin sem fyrr var vikið að. En
syndarvitundin lifrr góðu lífi, lífsnautnin er andstæð þeirri kenningu kirkj-
unnar að menn verði að krossfesta holdið til að bjarga sál sinni. Það eru
einkum munkarnir sem í skáldskap Davíðs verða fjandmenn hins
jarðneska lífs. Skáldið getur í því ljósi htið á sjálfan sig sem heiðingja af
því að hann gleðst við jarðneskan munað. Heiðingjaljóð í Kveðjum, þriðju
bókinni, hefst svo:
Ég hræðist ei maðka né mold
né munkanna eilífa bál.
Ég blessa hið bannfærða hold.
Eg blessa þig, heiðingjasál.
Ég trúi á hund minn og hest,
á himininn, land mitt og þjóð.
A kvöldin er sólin er sest
þá syng ég mín lieiðingjaljóð.
í þessari bók notar skáldið biblíuefni til að koma heimsádeilu á framfæri
eins og altítt er. Þann reiðilestur leggur hann Jóhannesi skírara í munn í
samnefndu kvæði.
í Kveðjum er ennfremur að finna frægasta trúarljóð Davíðs, Á fostu-
daginn langa. Kvæðið er ort í Noregi, við messugerð á fostudaginn langa,
en til hennar fór Davíð með fatlaða stúlku, að því er hann skýrði sjálfur
frá.11 Þetta er því innblásið stemningskvæði. Samt er ljóst af samhenginu í
skáldskap Davíðs hve ástin á Kristi stendur djúpt í huga hans. Þetta er
eina kvæði hans sem stendur nú í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar. Og
það nægir. Þótt Davíð hefði ekki ort neitt annað trúarlegt myndi hann í
krafti þessa kvæðis teljast í hópi mestu íslenskra trúarskálda aldarinnar;
slíkur er andhiti þess og einlægni. Hér tekur hann upp þráðinn frá kvæðinu
Pétur Sigurgeirsson: „Ég kveiki á kertum mínum" Skáldið frá Fagraskógi.
Endurminningar samferðamanna um Davíð Stefánsson. Reykjavík, 1965,
bls. 107-108.
186