Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 190
Gunnar Stefánsson
Davíð ritaði vini sínum, séra Bimi O. Bjömssyni, þegar Ný kvæði er
nýútkomin, á Akureyri 18. október 1929, þar sem hann ræðir um þetta
kvæði:
„Ég efast ekki um að sumir prestar hneykslast á kvæði mínu „Skrifta-
mál gamla prestsins“. Ég skrifaði það ekki vegna þess að ég hati presta —
heldur þvert á móti. Að vísu er ég ekki gagntekinn af mörgum kenningum
prestanna, en sá maður sem hefur góðan vilja á því að láta gott af sér
leiða og er sannur í verkum símun, eins og ég efast ekki um að sumir
prestar em, — þá [svo] hljóta alhr að virða. Annars er kirkjulíf á Islandi að
hverfa úr mörgum sóknum hér norðanlands og líklega víðar. Mér finnast
einhver feigðarmörk innan vébanda hennar — og þið prestamir hljótið að
sjá það betur og betur, að íslenska kirkju skortir einhvem lífsanda.
Kirkjan í því formi sem hún er, hlýtur að falla úr sögunni. Þetta em stór
orð, en þetta er skoðun mín. Mennimir krefjast meira frelsis en kirkjan
boðar, dómur hennar er ekki í samræmi við samvisku manna. En ég veit
að það er léttara að rífa niður en byggja upp. Og enginn einn eða tveir
reisa nýja kirkju. Slíkt verður hin knýjandi þörf almennings að gera. Hin
sanna kirkja hlýtur alltaf að vera að skapast; hún hlýtur að taka
breytingum eins og mannkynið sjálft. Ég efast um að allir prestar, og því
síður söfnuðir, geri sér ljóst hvert er ætlunarverk kirkjmmar — og meðan
svo er, er ekki von að vel fari. — Própaganda kaþólsku kirkjunnar finnst
mér blátt áfram viðbjóðslegt."12
Ekki veit ég hverju presturinn vinur Davíðs hefur svarað þessari
ádrepu, en í lofsamlegum ritdómi um Ný kvæði Qallar hann ekkert mn
Skriftamál gamla prestsins. En skyldu orð skáldsins um kirkjuna ekki
eiga jafnvel eða betur við nú en þegar þau vom sögð?
Bjöm O. Bjömsson hefur líklega verið sá guðfræðingur og prestur sem
best þekkti Davíð. í fyrrnefndmn ritdómi um Ný kvæði drepm Bjöm á
trúarafstöðu Davíðs og telur hann djúpan og heilan trúmann í kvæðum
sínum. Hann segir að kaþólskuhatur Davíðs sé „annað og dýpra en
skáldarígur, sem sumir hafa gefið í skyn.“ Ekki munu slíkar getsakir hafa
komið á prenti, en hér er augljóslega vísað til Stefáns frá Hvítadal — og ef
til vill líka Halldórs Laxness sem raunar var horfinn frá kaþólsku
kirkjunni þótt kaþólskar trúarhugmyndir setji mjög mark á skáldskap
12 Bjöm O. Bjömsson: „Úr bréfum Davíðs Stefánssonar. Nokkur fmmdrög til
skýringar." Eimreiðin, LXXIII, ár, 1. hefti 1967, bls. 6-26. Sjá bls. 14-15.
Bréfið er prentað þar að hluta, en aukið skv.handriti þess, í fómm Vigfúsar
Björassonar, Ásabyggð 10, Akureyri.
188