Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 191
„Ég kveiki á kertum mínum“
hans eins og Gunnar Kristjánsson hefur rakið.13 En Bjöm O. Bjömsson
segir í fyrrnefndum ritdómi sínum um bók Davíðs að „afbrýðisfull
sannleiksást hans og alhuga lotning gagnvart náttúrunni í öllum hennar
myndum setja Davíð og kaþólskan mann að sumu leyti í andstæð
skaut“.14 Verða þau ummæh ekki talin vitna um víðsýni eða sanngimi hjá
lúterskmn presti.
Sá Kristur sem stígur fram í kvæðum Davíðs er umfram allt bróðir
smælingjans. Langt kvæði í Nýjum kvæðum heitir Þegar Jesús frá Nasaret
reið inn í Jerúsalem sungu hinir snauðu. Þeir snauðu ákalla Jesú sem
siun leiðtoga: „Við treystum þínum vísdómi og vilja. / Við treystum þinni
ást til allra manna. / Við treystmn þínum mætti og þinni miskimn.“ — Það
er annars eftirtektarvert að þeir sem litu Jesú Krist í þessu ljósi og
aðhylltust ekki kirkjutrú, eins og Einar H. Kvaran, neíndu hann einmitt
jafnan Jesú frá Nasaret, — þetta er hinn mannlegi Jesús.
Ný kvæði er síðasta umbrotabók Davíðs sem kalla má. Þrátt fyrir
kirkjuádeilu skáldsins í bókinni er trúarþel hans óbreytt og guðstrúin
ófölskvuð; ákallið í niðurlagserindi kvæðisins Á vegamótum tekur af öll
tvímæh um það:
Drottinn himna og heima,
herra dags og nætur,
á þig einan hrópar
allt sem kvelst og grætur.
Láttu lýði alla
leiðir réttar finna.
Láttu Ijós þitt vera
lampa fóta minna.
Hvaða sálmabók sem er væri fullsæmd af þessu erindi. Aftur á móti átti
algyðistrú eins og birtist í kvæðinu Þú mikli eilífi andi í Alþingishátíðar-
ljóðrnn, Að Þingvöllum 930-1930 (í í byggðum), aldrei erindi inn í
sálmabók kirkjmmar. Kvæðið stendru í sálmabók frá 1945. Þama snýr
Gunnar Kristjánsson: „Úr heimi Ljósvíkingsins". Tímarit Máls og
menningar, 43. árg. 1. hefti, 1982, bls. 9-36. í greininni er minnt á að sama
árið og síðasti hluti Heimsljóss kom út hafi birst skáldsaga Davíðs
Stefánssonar um Sölva Helgason, Sólon Islandus. Þeir Davið og Halldór
Laxness eigi það sameiginlegt að fjalla um þjáninguna af dýpra innsæi en
flest önnur íslensk skáld þessarar aldar. „En eins og önnur íslensk skáld
sækir Davíð skilning sinn á túlkun þjáningarinnar til hinnar lúthersku
hefðar — að einu undanskildu, Halldóri Laxness.“ (bls. 26-27).
I4 Björn O. Bjömsson: „Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: „Ný kvæði“ “ Jörð,
1. árg. 1. hefti 1931, bls. 36-42.
189