Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 193
„Eg kveiki á kertum mínum“
lausung aldarfarsins og hyllti fomar dyggðir. Hann er orðinn hið aldna
þjóðskáld. Boðskapurinn lá honum þyngra á hjarta, stundum jafnvel á
kostnað skáldskaparins. Og í boðun skáldsins á kristindómurinn
vissulega sinn sess. En rauði þráðminn allt frá æsku til efri ára er ástin á
Kristi.
Um hann er kveðið í Ljóöum frá liðnu sumri, í kvæði sem nefnist
Gesturinn og er á samtalsformi, spmningar og svör:
Þú hlýtur að hafa villst afvegi.
— Eg vitja sérhvers manns.
Ergesturinn ekki göngumóður?
— Gangan er köllun hans.
Til hvers leggur þú land undirfót?
— Eg lækna andleg sár.
Nutu menn lengi náðar þinnar?
— I nítján hundruð ár.
í bókinni 7 dögun er að finna ýmis trúarleg ljóð. í kvæðinu Við
Genesaretvatn talar skáldið fyrir munn fiskimannanna sem urðu hinir
fyrstu lærisveinar Krists. í líkum anda er Þorsti:
Gefmér þorstann, heilagt hungur,
hróp, sem til þín berst,
staf, sem björg og kletta klýfur,
kraft, sem þokutjöldin rýfur,
eld, sem ísnum verst.
Græð þú hugans sviðnu sanda,
svala hverjum þyrstum anda.
Bein þú leið að brunnum þínum
bömum allra landa.
Hingað var Davíð Stefánsson kominn. Á efri ármn gat ekkert haggað
trúartrausti hans. Sextugur gerir hann þá játningu í ræðu að hann trúi því
„að til séu heilagar tilfinningar, frelsandi speki, æðri máttarvöld. Það er
trú mín og sannfæring, að hið sanna ofurmenni sé ekki að finna í ræðrnn
Zaraþústra, heldur í dæmisögum spámannsins, sem grét yfir Jerúsalems-
borg.“ — í annarri grein um æskuslóðir stnar, sem samin er htlu síðar lýsir
hann því hversu hann sér verk Guðs í náttúrunni, sköpunarverkinu öllu:
„Sjáið akursins liljugrös. Mimdi það vera blindur andi, sem leikur sér að
því að skapa allar þessar margvíslegu og marghtu jurtir, hlaða þessi óhku
og svipmiklu Qöll, móta víkur og voga í mold og berg? Það er of mikið
191