Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 194
Gunnar Stefánsson
stórlæti er menn halda að náttúran sé aðeins til þeirra vegna. Hiin lifir
sínu lífi, hvað sem þeim líðm-. Þegar ég sé lyngið og mosann í haust-
dýrðinni og ber saman við málverk listamannsins sem allir nefna meistara
verða htir hans falskir, myndin hjóm. En að henni dást menn, jafnvel
meira en hlíðinni sjálfri. Svo fávísir eru mennimir. Það er eins og þeir meti
það eitt sem er í samræmi við smæð þeirra. Andi náttúrunnar virðist vera
þeim ofVaxinn.“18
Andi náttúrunnar, segir skáldið, það er að sönnu ekki kirkjulegt
orðfæri, en trúarþelið er ótvírætt í þessum orðmn. Hitt er hæpið að jafha
náttúrunni eða sköpunarverkinu saman við listina eins og hér er gert;
þetta tvennt er af ólíkum toga, hlíðin er aht annað en málverk af henni.
Síðasta kvæði Davíðs fjallaði um Hahgrím Pétursson, eða öllu heldm-
sálm hans um dauðans óvissan tíma. Kvæðið heitir Blómið eina. Það
stendur fremst í bókinni Síðustu Ijóð sem út var gefin að Davíð látnmn.
Enn játar hann Kristi hollustu sína:
Svo hringið klukkum og leyfið börnum að búa
að boðskap þeirra sem kneyfðu dísanna veig
og kveiktu í hjörtum kraft til að elska og trúa
á konurLg með þyrnisveig.
Víst er trú Davíðs Stefánssonar eins og samtíðarmanna hans ýmsu
blandin. Hann er reyndar framar öllu skáld en hvorki fræðimaðm né heim-
spekingur, og að upplagi virðist hann ekki hneigður til rýni eða
vangaveltna. Skáldskapur hans er sprottinn af heitu geði, hugmyndaflugi
og ríkri innhfun. Og hvað sem um eðlisfar Davíðs er að segja er víst að í
skáldskap verðm yfirleitt ekki fundið fastmótað kenningakerfi. Shkt sjáum
við kannski í dogmatískum sálmum eða hjá höfimdum sem gleypt hafa
félags- eða sálfræðilegar kennisetningar hráar, og er þá skáldskapurinn
yfirleitt því veigaminni sem kenningin er eindregnari. Hin mikla undan-
tekning frá þessu í íslenskum skáldskap eru auðvitað Passíusálmar séra
Hahgríms.
í skáldskap tuttugustu aldar er slíku ekki til að dreifa. Hún hefrn
boðið upp á Qölbreytta andans fæðu og margs konar trúarhugmyndir verið
á sveimi sem ættaðar eru af öðrum slóðum en kristindómurinn. En sá sem
skynjar tilveruna aha í hendi æðri máttar hefur meðtekið leyndardóm
trúarinnar. Það gerði Davíð. Hann var stórlátur og leit íþrótt sína engan
Davíð Stefánsson: „Þegar ég varð sextugur“, „í haustblíðunni“. Mælt mál.
Reykjavík, 1963, bls. 124 og 12-13.
192