Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 197
Jón G. Friðjónsson
Ahrif Biblíunnar á íslenskt mál1
Frá upphafi kristni hefur Biblían verið homsteinn og kjölfesta kristnihalds
og einn snarasti þáttm- kristinnar menningar. Þegar á fyrstu öldum kristni
voru ýmis rit Biblíunnar þýdd úr frummálunum og elstu heimildir sýna
sömu þróun á norrænu málsvæði. Þannig er að finna verulegan hluta af
texta Biblíunnar í safnritinu Stjóm en elsti hluti þess er talinn vera frá 13.
öld (Bókm I, 554 ff). Stjóm hefur að geyma Mósebækumar til loka Kon-
ungabókanna, að hluta til með skýringum úr kristilegum miðaldaritum.
Um uppmna Stjómar er margt á huldu, m.a. hvort ritið sé norskt eða
íslenskt. Hitt er ljóst að engin norsk handrit em til að verkinu en það hefur
varðveist í allmörgum íslenskum handritum frá 14. og 15. öld. Elsta
vitnisburð þess að boðskapur BibHunnar hafi verið fluttur á íslensku er að
finna í Islensku hómelíubókinni (Hóm) en þar em allmargar beinar og
óbeinar tilvitnanir og þýðingar úr Biblíunni.2 Sama máli gegnir um
Postulasögumar (Pst) og ýmsar aðrar leifar fomra kristilegra fræða (Leif)
og í Laxdæla sögu er þess getið að Guðrún Osvífursdóttir hafi numið fyrst
kvenna saltara á íslandi (ísl 1651). Enn fremur er að fmna beinar
tilvitnanir í guðspjöllin í konungasögum3 og öðrum fomritum.4 Slíkar
1 Grein þessi er að stofni til synoduserindi sem flutt var í útvarpi haustið
1994.
2 Þó að eg talaði tungur mannanna og englanna, en hefða ekki kærleikann,
þá væri eg sem annar hljómandi málmur eður hvellandi bjalla (1. Kor 13, 1
(OG)), sbr. Elska öfundar eigi, eigi gerir hún miska, eigi drambar hún, eigi
er hún ágjörn, eigi leitar hún sinna hluta, eigi hæðir hún, eigi hyggur hún
illa, eigi fagnar hún illu, en hún samfagnar góðu. Alla hluti ber hún, öllum
trúir hún, öllum vilnast hún, öllum heldur hún upp, aldregi fellur hún.
(Hóm 294).
^ Úr Ólafs sögu Tryggvasonar er eftirfarandi dæmi: Hyggi þér at falsligum
spámönnum, hverir til yðvar koma í sauðaklæðum, en fyrir innan eru þeir
skæðir vargar (Flat I, 359).
4 í þætti Svaða og Amórs kerlingamefs er að finna eftirfarandi tilvitnun: En
hans illska ok vándskapr féll honum sjálfum í höfuð, svá at jafnskjótt sem
hann reið hratt fram hjá gröfinni, féll hann af baki ok var þegar dauðr, er
hann kom á jörð, ok í þeirri sömu gröf, er hann hafði fyrirbúit saklausum
195