Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 201
Ahrif Biblíunnar á íslenskt mál
Dóttirin er svo sem móðirin (Esek 16, 44 (GÞ)); Mær er jafnan móður
lík (1981)
Sá sem grefur gröfina fellurþar í (Orðskv 26, 27 (GÞ)); Sér grefur gröf
þótt grafi (K)
Af sama meiði eru málshættir sem oft eru notaðir en bera trúlega ekki
uppruna sinn með sér, t.d. eftirfarandi:
Og þar sker ekki neitt nýtt undir sólunni (Pred 1, 9 (GÞ)); Ekkert er
nýtt undir sólinni (1981)
Allt hefur sinn tíma (Préd 3, 1)
Sá sem ekki er með mér er á móti mér; Hver hann er eigi með mér, sá er
í móti mér (Matt 12, 30 (OG/GÞ))
Allnokkrir málshættir hafa varðveist í spássíugreinum eða í formálum fyrir
einstökum bókum Biblíunnar. Hér skulu aðeins nefrid nokkur dæmi:
Tamur er barnsvandinn (Orðskv 20 Marg (GÞ))
Þá er bótin nærst bölið gengur hæðst (Form Habb (GÞ)); Þegar neyðin
er stærst (hæst) er hjálpin næst (FJ)
Stór orð stoða lítið (Orðskv 14, Marg (GÞ))
Engin ást er án beiskju (Orðskv 14, Marg (GÞ))
Engin ógæfa er einsömul (Tob, Form (GÞ))
Loks skulu nefndir málshættir sem er að finna inn í Biblíunni en eru
sjaldgæfir í nútímamáli eða ókunnir, t.d.:
Sá sem ranglæti sáir, uppsker óhamingju (Orðskv 22, 8 (GÞ))
Drukkins fógnuður er ódrukkins harmur (Orðskv 14, Marg (GÞ ))
Afl fylgir aldri manns (Stj 396); afl fylgir aldri mannsins (Dóm 8, 21
(GÞ))
Hinn fomgríski heimspekingur Aristóteles lýsir málsháttum svo að þeir séu
leifar horfinnar heimspeki sem varðveist hafi vegna þess hve fágaðir og
hnitmiðaðir þeir eru. Þessi líking virðist ekki fjarri áhrifum Biblíunnar á
íslenska menningu, þar er að finna margt fágað og hnitmiðað. Það sýnir
hversu djúp áhrifin em að oft era myndmál og Kkingar sóttar til Biblíunnar
er menn finna hugsun sinni búning. A þessum vettvangi verður ekki frekar
Qallað um málshætti úr Biblíunni en brýnt má telja að safha þeim saman,
rekja feril þeirra í íslensku og gera grein fyrir afbrigðum og uppruna þeirra.
Bíður það síns tíma en nú skal vikið að einstökum orðmn.
199