Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 203
Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál
til mörg fleiii einstök orð sem væru þess verð að nokkur grein yrði gerð fyrir
uppruna þeirra. Hér skal aðeins einu slíku orði bætt við, lo. himinhrópandi
sem í nútímamáli vísar til þess sem má þykja mjög óréttlátt, t.d.
himinhrópandi ranglæti. Að baki þessu orði liggur frásögnin af því er Kain
drap bróður sinn Abel en Drottinn sagði þá: Röddin þíns hróðurs blóðs
hrópar til mín af jörðunni (1. Mós 4, 10 (GÞ)); Rödd þíns bróður blóðs
hrópar til mín afjörðunni (Við), þ.e. saklaust blóð hrópar til hitnins (1. Mós
4, 10 (1912)).
Hafa ber í huga að þrátt fyrir siðaskiptin hélst auðvitað hin gamli
kristilegi orðaforði óbreyttur. Sú breyting varð hins vegar að þýskra áhrifa
tók að gæta í ríkari mæli en áður, einkum háþýskra, enda voru mörg hinna
þýddu rita siðaskiptatímans rituð á háþýsku og einn helsti frumheiji
siðaskiptanna, Gissur Einarsson, hlaut menntim sína í Hamborg (lágþýskt
málsvæði). Af þessu leiddi að fjölmörg tökuorð af þýskum uppruna bárust
inn í málið, einkum forskeytt og viðskeytt orð. Fæst þessara orða urðu
langlíf enda má ætla að þau hafl ekki náð að skjóta rótum meðal
almennings heldur hafi þau einkum verið notuð við trúarlegar athafnir og í
kristilegum ritum. Sum þessara orða áttu þó langt líf fyrir höndum,
einkum þau sem féllu best að íslensku, jafnt að búningi sem hugsun, eins
og t.d. harðsvíraður. En nú skal horfið frá einstökum orðum og vikið að því
sem ég kalla orðatiltæki.
III. Orðatiltæki
Hugtakið orðatiltæki hef ég notað í víðri merkingu, einkum til að vísa til
fastra orðasambanda af fimm ólíkum gerðrnn:
1) Orðtök (fast orðasamband notað í yfirfærðri merkingu): hella úr
skálum reiði sinnar (Opinb 16, 1); vera með lífið í lúkunum (Sálm
119, 109); blása e-m e-u í brjóst (1. Mós 2, 7)
2) Talshættir (fast orðasamband en merking verður ráðin af merkingu
einstakra liða): safnast til feðra sinna (Dóm 2, 10); tala fyrir daufum
eyrum (Matt 13, 13); vita hvað til síns friðar heyrir (Lúk 19, 42)
3) Fastar líkingar: koma eins og þjófur á nóttu (2. Pét 3, 10)
4) Flevg ummæli notuð í yfirfærðri merkingu: hingað og ekki lengra (Job
38, 11); vera allt í öllu (1. Kor 15, 28)
5) Samstæður: réttur og sléttur (Job 1, 1); synd og skömm (Form GT
(OG))
201