Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 205
Ahrif Biblíunnar á íslenskt mál
svo að Guð sé allt í öllum lilutum (1. Kor 15, 28 (OG/GÞ));
svo að Guð sé allt í öllu (Við)
at Guð er í öllum hlutum (Pst 855)
Af þessu orðatiltæki er svo myndað afbrigðið vera ekki neitt í neinu (Víd 47)
sem mun ókunnugt í nútímamáli.
Annað algengt orðatiltæki sem ber uppruna sinn með sér er lifa og
hrærast í e-u í merkingunni „vera vakinn og sofinn; hugsa öllum stundum
um e-ð“. Bein merking þess er „hfa og hreyfa sig“, þ.e. helga sig e-u alfarið.
Uppruna þess er að finna í Postulasögunni en þýðing Odds er:
því að fyrir hann lifum, hrærumst og erum vær (Post 17, 28 (GÞ); . . .
í honum (Við)
Af svipuðum toga er orðatiltækið ausa úr skálnm reiði sinnar (vfir e-n) í
merkingunni „skamma e-n duglega." Uppruna þess er að finna í Opinberun
Jóhannesar en þar stendnr:
Og eitt affjórum dýrunum gaf þeim sjö englunum sjö gullskálir fullar
Guðs reiði (Opinb 15, 7 (OG)); sjö gullegar skálar, fullar afreiði Guðs
(Við)
samanber enn fremur:
Og eg heyrða rödd mikla yfir mustérinu segja til þeirra vii englanna:
Farið burt og úthellið þeim skálum Guðs reiði ájörðina (Opinb 16, 1
(OG)); Eg heyrði mikla raust frá musterinu, sem talaði til þeirra sjö
engla: farið og hellið úr þeim sjö skálum Guðs reiði yfirjörðina (Við)
Af þessu orðatiltæki eru kunn ýmis afbrigði, t.d. úthella reiði sinni (sl7
(Rím VI, 8)) ogfá hrakyrðadembu ofan yfir sig (sl9 (Sögísaf II, 210)), enn
fremur fá yfir sig gusuna, fá skvettu, fá dembuna og úr nútíma talmáli eru
kunn samböndin hella séryfir e-n og ausa séryfir e-n. Mér er ekki grunlaust
um að líkingin að baki nútímaafbrigðunum hafi hér bliknað svo að tengslin
við upprunann séu alveg rofin.
í mörgum tilvikum eiga biblíuorðatiltæki sér óbeint rætur í fomu máli.
Svo er t.d. háttað mn orðatiltækið e-ð kemur e-m í koll. Úr fomu máli er
kunnugt orðatiltækið eiga e-ð yfir höfði sér/sínu, t.d. eiga ofsa e-s yfir höfði
sér (ísl 114) og eiga vísa von hefndaryfir höfði sínu (Kgs 228). Úr síðari alda
máli em kmm ýmis afbrigði, t.d. e-ð (hefndarstraff) hangir yfir höfði e-s
(Barúk, 3, 4 (GÞ)), e-m hangir e-ð yfir höfði (Form Dan (GÞ)) og hafa e-ð yfir
höfði sér (fl9 (TSæmBr 42)) að ógleymdum ýmsum afbrigðum úr
nútímamáli, t.d. e-ð vofir yfir, sbr. lo. yfirvofandi. Af sama meiði er trúlega
orðatiltækið safna glóðum elds yfir höfuð e-m (Róm 12, 20 (OG)). í öllmn
tilvikum vísar líkingin til e-s ógnvekjandi eða neikvæðs sem er á næsta
203