Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 207
Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál
hárin rísa á höfði e-s (Job 4, 5; Sír 27,15)
vera með lífið í lúkunum (Sálm 119, 109)
ganga ekki gruflandi að e-u (5. Mós 28, 29)
e-ð er út í bláinn (1. Kor 14, 9)
láta ekki að sér hæða (Gal 6, 7)
hafa (ekki) stundlegan frið (Form Róm (OG))
láta liós sitt skína (Matt 5, 15; Hóm 121)
blása lífi í e-ð (1. Mós 2, 7)
fara veg allrar veraldar (1. Kon 2, 2; 1. Mós 6, 13)
e-ð kann ekki góðri iukku að stvra (5. Mós 28, 29)
Fjölmörg orðatiltæki eiga rætur sínar í frásögnmn úr Biblíunni en sækja
ekki beint hkingu sína til kristilegra hugmynda eða viðhorfa eins og þau
sem þegar hafa verið nefnd. Gott dæmi þessa er orðatiltækið trúa (e-u)
ekki fvrr en maðm- tekur á í merkingunni „trúa e-u ekki fyrr en maður hefur
sannreynt það“. Ekki getur hér tahst augljóst af orðatiltækinu sjálfu að
það eigi rætur sínar í guðspjöhimum. HeimUdir sýna þó svo að ekki verðm-
um viUst hver uppruninn er. í JóhannesarguðspjaUi (Jóh 20, 25) greinir frá
því er Jesús birtist lærisveinunum og sýndi þeim hendm sínar og síðusárið.
Einn lærisveinanna, Tómas er kallaðist tortryggm, (OG) var ekki með þeim
þá Jesús kom og hann trúði ekki orðum félaga sinna heldur sagði (í
þýðingu Odds): Nema eg sjái naglafórin í hans höndum og eg láti minn
fingur í naglafórin og eg leggi mína hönd í hans síðu, þá trúi eg eigi (OG).
Atta dögum síðar birtist Jesús lærisveinunum. Hann kaUaði Tómas tU sín
og sagði (í þýðingu Odds): Réttu þinn fingur hingað og skoða mínar hendur,
lyft upp þinni hendi og legg í mína síðu og vertu eigi vantrúaður, heldur
trúaður (OG). Líklegt má telja að líkingin að baki orðatUtækinu eigi rætm
sínar í þessari frásögn. Hér sem oftar er ekki að finna beina samsvörun í
biblíutextanum heldur hefrn búninguiinn mótast á vörum notenda og hann
fær það form sem best fellur að málkennd manna. Gera má ráð fyrir að
slíkar breytingar hafi orðið snemma og í þessu tilviki hittist svo á að
nútímamyndina er að finna í spássíugrein í Guðbrandsbiblíu (5. Mós 32,
34 Marg (GÞ)).8
Annað skemmtilegt orðatiltæki af svipuðum toga er diúpAgiá) er
(staðfest) milli e-ra í merkingunni „mikið skUur á miUi e-ra; e-ir eru mjög
® Taka á merkir hér „snerta“ eða „þreifa á“ (Lúk 24, 39) og er sú mynd valin
vegna stuðlasetningar. Líkingin er hins vegar allmjög bliknuð, mér er til
efs að mönnum sé almennt ljóst hver uppruninn er.
205