Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 208
Jón G. Friðjónsson
ólíkir". í Lúkasarguðspjalli (Lúk 16, 26) er greint frá hlutskipti þurfa-
mannsins Lasarusar og ríka mannsins eftir dauðann. Ríki maðurinn
kvaldist og leit Lasarus í skauti Abrahams. Hann bað sér miskunnar og
bað Abraham að hann sendi Lasarus til að lina þjáningar sínar. En
Abraham sagði að ríki maðurinn hefði meðtekið hið góða í sínu jarðneska
lífi en Lasarus hið vonda. Síðan bætti hann við: í milli vor og yðar er mikið
hvelfi staðfest (OG) [inter nos et vos chasma magnum firmatum est (Vulg);
e. chasm; þ. Kluft]. í Guðbrandsbiblíu er notað afbrigði með hvelf (í stað
hvelfi), í Viðeyjarbiblíu stendur milli vor og yðar er stór geimur og í útgáfu
Nýja testamentisins frá árinu 1863 er notuð nútímamyndin á meðal vor og
yðar er mikið djúp staðfest en hún er sannanlega talsvert eldri og eldri en
Viðeyjarbiblía, sbr. (Húsfr 148). Hér sem oftar mótast biblíuorðatiltæki á
vörum mábiotenda og sá búningur sem almenningur hefur valið nær síðan
að komast inn í biblíutextann.9
Auðvelt væri að telja upp tugi ef ekki hundruð orðatiltækja sem eiga
rætur sínar í Biblíunni en hér skal aðeins drepið á örfá til viðbótar:
beriast móti straumnum (Sír 4, 31)
hver höndin er uppi á móti annarri (1. Mós 16, 12)
vera á faralds fæti: á farins fæti (Tob 10, 7 (GÞ))
höndla hnossið (1. Kor 9, 24 (OG))
leita lags: Og haun lofaði þeim því og leitaði lags að hann fengi selt
þeim hann án upphlaups (Lúk 22, 6 (OG/GÞ)); leitaði færis til að
framselja þeim hann (1912); og þaðan í frá leitaði hann lægis það
hann sviki hann (Matt 26, 16 (OG)); og upp frá því leitaði hann færis
að framselja hann (1912)
Nú vil ég ekki halda því fram að ofangreind orðatiltæki séu öll biblíu-
orðatiltæki en samkvæmt þeim upplýsingum sem mér eru tiltækar eru
elstu dæmin mn þau í Biblíunm, Gera verður ráð fyrir að orðatiltæki séu í
flestum tilvikum eldri en elstu varðveittu dæmi. Þannig má telja bklegt að
orðatiltækið leita lags sé eldra en þýðing Odds þótt þess sjái ekki merki í
eldri heimildum.
Hér að framan gat ég þess að ég hef talið samstæður til orðatiltækja.
Með samstæðum á ég við orðapör sem gjaman ríma saman og em notuð
Einnig eru kunn afbrigði með gjá, hyldýpi og gapi. Líkinguna er því að
finna í Lúkasarguðspjalli og vísar hún til þess er e-ð aðskilur e-ð tvennt.
Ymist er aðskilnaðurinn táknaður með hvelfi, djúpi, geimi eða gjá en sú
breyting á búningi orðatiltækja er býsna algeng að í stað stofnorðs er valið
annað merkingarlíkt orð.
206