Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 209
Ahrif Biblíunnar á íslenskt mál
aftur og aftur. Fjölmargar slíkar samstæður eru fengnar úr Biblímmi. Hér
skulu aðeins örfáar nefndar sem allar eru fengnar úr Guðbrandsbiblíu:
spott og spé: gjöra e-n að spotti og spé fyrir öllurn heiminum (Júd, 14,
18 (GÞ))
ræna og rupla (Form Dan GÞ; 1. Makk 6, 3 (GÞ); 1. Makk 1 Marg
(GÞ))
seint og suemma: snemma og seint, árla og síð, árla og seint (Sír 39
(GÞ»
skömm og skaði: skömm, já skaði og voði (Sír 51 (Marg (GÞ)); fá
skömm eða skaða, ófagnað eða aldurtila (Pst 884)
svnd og skömm: gjönr að synd og skömm (Form GT (OG))
Sllkar samstæður eru mjög einkennandi fyrir íslensku og eiga sér oftar en
ekki fomar rætur. Þær eru t.d. mjög algengar í fomu og nýju lagamáli og
hvers kyns formúlum og kann það að benda til þess að þær hafi verið
notaðar til að auðvelda mönnum að muna textann auk þess sem þær
samræmast vel stuðlum og rími sem einkennir íslenskan skáldskap. Hinn
skráði texti Biblíunnar er sprottinn af aldagamalli íslenskri biblíumálsheíð
og því er að vonum að þar sé að finna margar samstæður þessarar
tegundar.
íslenskt biblíumál er hluti af lifandi tungutaki og þangað hafa verið
sóttar líkingar og orðatiltæki sem enn em hluti af virkum orðaforða. Auk
þess veitir Biblían um margt einstaka innsýn í þróun tungunnar. Annars
vegar er biblíumál íhaldssamt og þar er því að finna orðafar sem hvergi er
annars staðar að finna. Hins vegar hafa biblíuútgáfur frá mismunandi
tíma að geyma tungutak síns tíma. Með þvi að bera saman ólíkar útgáfur
má því verða margs vísari vun þróun tungunnar. Síðast en ekki síst veita
kristileg rit mikilvægar upplýsingar um orðaforðann, þar með talið
orðatiltæki. í Postulasögum er t.d. að finna elstu dæmi um fyrimyndir
orðatiltækjanna sveitast blóði sínu (Pst 22), spyrna í gegn broddi mínum
(Pst 216), fylgja fótsporum e-s (Pst 200) og söðla glsep á óhapp (Pst 918;
920) í merkingunni „bæta gráu ofan á svart“ og einnig afbrigðin leggja glæp
á glæp ofan (Pst 152) og leiða annan glæp á annan ofan (Pst 154).
í ljósi þess sem nú hefur verið rakið er ljóst að kristin hugsun og
hugtök hafa haft djúptæk áhrif á íslenska tungu. Hitt er þó auðvitað að
kristileg rit hafa ávallt átt í samkeppni við aðrar bókmenntagreinar um
hylli landsmanna og í þjóðfélagi nútímans eru nýir og skæðir keppinautar
komnir til sögunnar, þar sem fjölmiðlamir, útvarp og sjónvarp eru. Trúmál
og trúarbókmenntir gegna namnast jafnmiklu hlutverki í þjóðfélagi nútím-
ans og áður. Nú á dögum er Guð ekki lengur allt í öllu með sama hætti og
207