Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 215
Afturhvarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
guðsríkisins. Þetta kall til sinnaskipta hafa kristnir menn á öllum öldum
fundið innra með sér og upplifað og tjáð með ýmsu móti í lífi sínu og starfi
og kærleiksþjónustu við náungann. Slík reynsla hefur verið óþijótandi upp-
spretta bæna og lofgerða kristinna manna, enda tilheyra lýsingar á sterkri
afturhvarfsreynslu sögu kirkjunnar allt frá upphafi og nægir að nefna Pál
postula og Agústínus kirkjufaðir í því sambandi.
Ofstopamaðurinn frá Fellsströnd
Maðurinn sem hratt vakningunni á Fellsströnd af stað var Matthías
Ólafsson (d. 1937 þá 82 ára) bóndi á Orrahóli í sömu sveit.3 Hann er
sagður hafa verið mikill fyrir sér og ekki viljað láta hlut sinn fyrir neinum,
sama hvað um var að ræða. Af sumum var hann talinn ofstopamaður.
Hann var ekki alltaf vandm- að þeim meðölmn sem hann beitti til fá vilja
sínmn framgengt og dæmi voru um að hann léti hendur skipta. Þegar hér
er komið sögu á hann í málaferlum við nágranna sinn, Sigurð Gíslason
bónda í Litlu-Tungu. Sú deila var mn álögur og kúgildi af leigujörð og hafði
Matthías tapað því máli bæði í héraði og í Landsyfirrétti. Ekki sætti hann
sig við þau málalok því honrnn var fjarri skapi að játa ósigur, þó svo að
upphæðin sem mn var að ræða skipti ekki sköpum fyrir afkomu hans. Var
hann nú kominn suður til Reykjavíkur um hásláttinn sumarið 1898, nánar
tiltekið 23. juh, til að undirbúa mál sitt fyrir hæstarétti.
Matthías vildi ekki bruðla með fé sitt og leitaði gistingar þar sem hún
var ódýrust, en það var í húsakynnum Hjálpræðishersins, í Kastalanum
svonefnda, þar sem Herinn var nýfarinn að reka gistihús fyrir ferðamenn.
Ekki er að efa að Matthías hefur tekið vel eftir einkennisklæddum her-
mönnum Drottins og skjaldarmerki þeirra með kórónu og tveimur sverðum,
sem var komið fyrir á áberandi stað í Kastalanum. Baráttuandinn í
þessum samtökmn og stríðstáknin hafa án efa höfðað til Matthíasar, enda
var hann sjálfur í vígahug og bjó sig til orustu sem hann ætlaði sér að
sigra. Matthías sá ekkert því til fyrirstöðu að sækja samkomu hjá
gestgjöfum sínum, enda í sama hús að venda.
Eftir fyrstu samkomuna var hann með á bænasamkomu og ræddi við
hermenn og yfirmann flokksins. Vafalaust hefur hann þar fengið útlistun á
merkingu skjaldarmerkisins. Þar má sjá „kórónu lífsins" sem sagt er frá í
Opinberunarbókinni 2.10, en þar stendur: „Kvíð þú ekki því, sem þú átt að
3 Jón Helgason ritstjóri skrifaði ágæta ritgerð um vakninguna á Fellsströnd
sem birtist í bókaflokki hans: íslenskt mannlíf IV, Iðunn, Reykjavík 1962.
Önnur útg. 1984.
213