Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 217
Afturhvarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
Ramminn utan um táknin er einnig sterkt tákn í sjálfu sér, en hann er
geislum prýddur gylltur hringur sem táknar sólina og skírskotar til Krists
sem er „sól réttlætisins“: „En yfir yður, sem óttist nafh mitt, mtm réttlætis-
sólin upp renna með græðslu undir vængjnm sínum“ (M1 4.2). Guli liturinn
táknar heilagan anda, ljós Guðs og birtu sólarinnar. Rauði liturinn í
skjaldarmerki og fána Hersins táknar blóð Krists og getur vísað til
græðslimnar sem geislar út frá sól réttlætisins. Geislamir tákna loga hins
heilaga anda og logamir mynda eins konar vængi í kringum sólina í
skjaldarmerkinu.
Það er þessi merkingarheimur sem Matthías stígur inn í þegar hann
velur Kastala Hjálpræðishersins sem samastað. Þessi tákn baráttu
fagnaðarerindisins og réttlætisins hafa án efa höfðað til hans með sér-
stökum hætti í ljósi þeirrar aðstöðu sem hann var í. Hann var vopnaður
sverði eigin ágætis og metnaðar, reiðubúinn til omstu sem hann vildi sigra,
og snúa síðan aftur með kórónu sigurvegarans, réttlætið, sín megin. En
hann hafði samt sem áður fulla ástæðu til að vera kvíðinn því hann hafði
tapað máhnu á tveimur dómsstigum. Var það fangelsi eða frelsi sem hann
var að sækja til hæstaréttar?
Ekki er víst að Matthías hafi sett sig inn í merkingu allra þessara
tákna í sömu mund og hann steig inn fyrir þröskuldinn í Kastala Hersins,
en víst er um það, að þegar hann sneri heim aftur hafði merking þeirra sett
óafmáanleg 3por í vitund hans og persónu. Þó hafði hann aðeins dvalið
rúmlega tíu daga í Kastalanum.
Matthías átti tal við hermennina rnn ástand sálar sinnar strax eftir
fyrstu samkomuna, enda vom það sálir sem þessir hermenn vildu um fram
allt frelsa. Vinsamlegum ábendingum og heilræðum þeirra sinnti hann
ekki í fyrstu, enda var hann ekki vanur að hlusta á ráðleggingar annarra
um lífemi sitt og gjörðir. Bað yfirmaðurinn, dróttstjórinn sem þá var
Bojsen, menn sína að hætta að tala mn fyrir bóndanum sem var hvatvís og
fullur stærilætis, eins og Matthías orðaði það sjálfur þegar hann lýsti
þessum atburðum nokkmm árum seinna í Herópinu. Matthíasi féll það
einnig illa að skilja ekki allt sem Bojsen sagði, en hann talaði dönsku.
Ekki leist honum þó ahs kostar illa á fyrirhðann. Lýsing hans á því hvemig
fyrsta hersamkoman sem hann sótti verkaði á hann er athyglisverð:
. . . þótti mér það óvanaleg guðsþjónustugerð: að sjá fólkið krjúpa með
þeirri trú, að það væri við blóðuga fótskör Jesú Krists, og svo vitna um
algjörlega frelsun frá synd, og það fyrir blóð Jesú Krists. — Þetta þótti
mér ekki skynsamleg prédikun. Að frelsast frá allri synd hér á jörðu, áleit
eg að menn ættu ekki að leggja eyrun að, og var hissa að nokkur skyldi
215