Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 219
Afturlivarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
efnislegi veruleiki, þar sem venjulegir menn lifa og hrærast, verður
ófullkominn og ófullnægjandi.
I þiiðja lagi er lokastigið sem er sameiningin við hinn nýja raunveru-
leika, eining í alsælu og friði.6
Afturhvarfsreynsla er þeim sem upplifa hana mjög dýrmæt, enda
skiptir hún venjulega sköpum í lífi viðkomandi einstaklings. Hann finnur
kraft sem hann er viss um að sé æðri og sannari en allt það sem mannlegt
er og „veraldlegt“. Það sem viðkomandi reynir í afturhvarfi sínu túlkar
hann oft sem öruggt tákn um nálægð Guðs og handleiðslu hans. Allt sem
áður hefur gerst er tekið til endurmats og framtíðin lítur öðruvísi út eftir
afturhvarfið. Afturhvarfsreynsla hefur því í sumum trúarsamfélögum orðið
að mælistiku á trúarlegt gildi meðlimanna og áhersla lögð á að þeir geti
sýnt fram á afturhvarf eða endurfæðingu. Við slíkar aðstæður getur aftur-
hvarfið orðið að stofhim, atferli sem skilgreint er fyrirfram og stundum
beinlínis lært. Við þannig skilyrði getur svokölluð afturhvarfsreynsla verið
mjög yfirborðskennd og oft er þá um að ræða stundarfyrirbrigði eða hughrif
sem löðuð hafa verið fram með hópþrýstingi með aðstoð sefjandi tals og
tónlistar. Afleiðingar þess háttar afturhvarfs á lífsstíl viðkomandi eru
einatt litlar, nema í þeim tilfellmn þegar afturhvarfið er hluti félags-
mótunar sem á sér aðdraganda og forsendur í samfélagi sem viðkomandi
persóna tilheyrir. En vissulega eru ekki síður mörg dæmi um afturhvarfs-
reynslu sem nær að móta viljalíf einstaklingsins og hugarstarf og leysa úr
læðingi skapandi öfl sem eru ekki aðeins afdrifarík fyrir líf viðkomandi
einstaklings heldur þjóðfélagshópa ogjafnvel þjóðir.7
Bandarískir sálfræðingar hafa skrifað mikið um afturhvarfsreynsluna,
enda hefur hún gegnt veigamiklu hlutverki í starfi margra kirkjudeilda og
trúarhópa þar. Fremstur í flokki þeirra bandarísku sálfræðinga sem um
þessi mál hafa fjallað er Wilham James sem segja má að sé faðir nútíma
sálarfræði. í hinni þekktu bók sinni um trúarreynsluna, The Varieties of
Religious Experience, sem fyrst kom út árið 1902, fjallar hann mikið um
afturhvarfið og bendir á nokkur helstu einkenni þessarar reynslu. Aðrir
trúarlífssálfræðingar hafa stuðst við kenningar James og landa hans sem
eiga sér upptök í athugunum þeirra á afturhvarfsreynslu Qölda einstak-
hnga fyrir aldamótin 1900. Það sem einkennir seinni tíma umíjöllun er að
minna er gert úr því að trúarlegt afturhvarf sé algerlega einstök sálræn
6 Sjá t.d. Martin Lönnebo 1993: Religionens fem sprák.Verbum, Stokkhólmi.
^ Walter Houston Clark 1971: Religionspsykologi. Stokkhólmi, bls. 189 og
áfram. (Frumútg. The Psychology of Religion. An Introduction to Religious
Experience and Behaviour. The Macmillan Company, 1958).
217