Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 220
Pétur Pétursson
reynsla, en meira lagt upp úr því að greina félagslegar og uppeldislegar
forsendur þessarar reynslu og áhrif þeirra fyrirmynda sem viðkomandi
einstaklingur hefur í umhverfi sínu eða þeirri hefð sem hann lifir í.
Afturhvarfið er ferli, nánar tiltekið þroskaferli, sem á sér sálfræðilegar og
félagslegar forsendur.8
William James bendir á að imdanfari sterkrar afturhvarfsreynslu sé
oft þjáning, ófullnægja og spenna. „Til að byija með er það tvennt sem
hugur allra sem verða fyrir afturhvarfi er fanginn af; í fyrsta lagi ríkjandi
tilfinningu fyrir ófullnægju og nagandi ásökun vegna misgerða, þ.e.
„syndar” sem hann eða hún vill losna vmdan; og í öðru lagi „yrirheitna
landinu”, hugsjóninni, sem þeir sjá fyrir sér og vilja að verði að veruleika“9.
Þetta getum við kallað fyrsta áfangann í afturhvarfsferlinu. I þeirri
sálfræðilegu spennu sem James ræðir um í fyrsta áfanganum gerir hann
ráð fyrir virkni undirmeðvitimdarinnar. James á hér ekki við undir-
meðvitimd eða dulvitund í sömu merkingu og Sigmund Freud, því hjá þeim
síðamefnda er undirvitundin, eða duivitundin, aðsetur bhndra hvata. I
þessu sambandi á James við hliðarpersónuleika eða „betri vitund“,
„samvisku" þar sem rödd Guðs talar til mannsins. Það sem James kallar
undirvitund á meira skylt við það sem Freud kallar yfirsjálf heldur en
dulvitmid. Viðkomandi einstaklingur er ósáttur við sjálfan sig af því að það
er ekki samræmi milli þess sem hann gerir og þess sem hann veit undir
niðri að hann á að gera. Hann er líkur Páli postula að því leyti að hann
gerir ekki það góða sem hann vill, heldur það vonda sem hann vih ekki
(Rm 7.19). „Undir niðri“ vill hann gera annað en hann gerir í
raunveruleikanum og til þess að geta lifað við þessa mótsögn verður hann
að bæla niðnr, loka niður í undirmeðvitundinni, hið góða sem hann vill
gera. Bandaríski sálfræðingurinn Walter Huston Clark útskýrir þetta stig
nánar í bók sinni An Introduction to Religious Experience and Behaviour.
Varanlegt afturhvarf verður sjaldan í stemmningu vakningarsam-
komunnar. Djúpstæð trúarreynsla á sér oft rætur í því að viðkomandi er
ósáttur við sjálfan sig og eigin misgerðir og þjáist vegna eigin ófullkom-
leika. Fólk sem er móttækilegt og næmt skynjar það regindjúp sem er á
milli ríkjandi ástands og þess sem ætti að vera samkvæmt hugsjóninni.
Sjálfið sundrast af þessum sökum og þar með verður til jarðvegur sem
afturhvarfið þróast úr. Uppvakningin, frelsunin, getur átt sér stað skref
8 Sjá t.d. C. D. Batson (o.fl.) 1993: Religion and the Individual. A Social-
Psychological Perspective. Oxford University Press.
9 William James 1985: The Varieties of Religious Experience. Collins Fount
Paperbacks, bls. 212. (Bókin byggir á fyrirlestrum sem James hélt 1901-
1902).
218