Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 221
Afturhvarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
fyrir skref á löngum tíma. Sálfræðingurinn verður að viðurkeima að leiðir að
andlegum þroska geta verið ólíkar. En sú staðreynd að stóru trúarbrögðin
gera strangar kröfur gerir það að verkum að þeir sem komast í nána
snertingu við þau sleppa ekki við að skoða sinn innri mann
Spennan og óþolið eykst og nær hámarki og getur orðið óbærilegt. Því
fylgir annar áfanginn í afturhvarfsferlinu sem er vanmáttur og uppgjöf, sem
nær yfirhöndinni og verður yfirþyrmandi. James vitnar hér í annan banda-
rískan sálfræðing, Starbuck samtímamann sinn, sem safnaði saman og
athugaði fjölda frásagna af trúarafturhvarfi. „Uppgjöfin er alger forsenda
afturhvarfsins. Eigin vilji verður að víkja. í mörgum tilvikum upplifir
viðkomandi enga lausn eða frið fyrr en hann hættir að veita viðnám og
gefst upp á því að fara þá leið sem hann sjálfur hefur valið".* 11 Einstak-
lingurinn felur sig meðvitað eða ómeðvitað á vald æðri máttar eða valds.12
Hann verður óvirkur og það sem gerist í framhaldinu virðist eiga sér upptök
annars staðar en hjá honum sjálfum. Hann er búinn að dæma sjálfan sig
úr leik. Það er einhver annar eða eitthvað annað sem tekur frumkvæðið.
Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og einstaklingurinn upplifir oft
lunbreytingu á augnabliki þegar svo er komið.13
Þá kemur þriðji áfanginn sem er lausnin, björgunin sem getur verið
samfara óviðráðanlegum viðbrögðum og skynjunum. Margar frásagnir af
þessu stigi fjalla um yfimáttúrulegar sýnir, ljós og raddir.14
Fjórði áfanginn er svo ný sýn, eða upplýsing, opinberun um nýtt
samhengi hlutanna. Þessu er samfara mikill léttir og hamin.gjutilfin.ning og
jafnvel algleymi. A þessu stigi upplifir viðkomandi að hann á hlut að nýrri
einingu, nýrri veröld sem er heil og sönn.15 Hann er nýr maður, endur-
nýjaður og hreinn.
Afturhvarfsreynsla Matthíasar Ólafssonar og túlkun
hennar
Afturhvarfsreynsla Matthíasar, eins og hann lýsir henni sjálfúr fjórum
árum eftir að hún átti sér stað, er gott dæmi um það sem kalla mætti
klassískt afturhvarf eins og því er lýst í trúarlífssálarfræðinni. Athyghsvert
10 W. H. Clark 1971, bls. 190.
11 W. James 1985, bls. 211.
12 Ibid.
13 Ibid 228.
14 Ibid 230.
Ibid 230 og áfram.
219