Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 222
Pétur Pétursson
er að huga að því hvemig hann túlkar reynslu sína og hvemig hann í
lýsingu sinni skírskotar til aðstæðna sinna í Reykjavík sumarið 1898 og
lýst hefur verið hér að framan. í lýsingunni má einnig finna áhrif frá liinum
sérstöku guðfræðiáherslum og táknum Hjálpræðishersins ásamt skír-
skotun til ákveðinna ritningarstaða, sérstaklega Opinbemnarbókarinnar,
sem að öllum líkindum hafa átt mikinn þátt í þessari reynslu. I þessari
skírskotun til félagslegra aðstæðna og biblíutexta tel ég að sé að finna
sálfræðilegan lykil að afturhvarfsreynslu Matthíasar.
Lýsing Matthíasar á afturhvarfi sínu er eftirfarandi:
. . . þegar við stóðum upp frá bæninni, fanst mér Guðs hásæti blasa við
mér, og eg sjá sem í spegli þess réttlæti og jafnframt mitt körmulega
ástand, og var það óttalegt að sjá, að allar mínar kugsanir, orð og verk
skyldu vera undirdómur til eilífrar útskúfunar frá Guði. Eg krópaði til
Jesú, að kann liti til mín sem kanversku konunnar; en ef eg væri ekki
þess verður, þá legðist eg sem hundur við fætur lians, þar til kann
bænkeyrði mig, því eg gæti ekkert af mér gjört. Þörfin var meiri en orðum
verði að komið. Eg féll sem í dvala, og þegar eg kom til meðvitundar
aftur, hristist eg sem krísla í stormi; en þá fann eg að kjarta mitt var
algjörlega breytt. Öll Guðs reiði var korfin. í kjartanu skein geislandi
birta og brennheitur elskukraftur Jesú Krists. Og mér fannst eg vera
komin að sólhnetti eilífðarinnar, og Guðs elska streyma frá blæðandi
hjarta Jesú á krossinum í alla mína meðvitund, og alt mitt eðli snúast að
því, að þjóna Guði í öllu og ganga fram í hreinleika og réttlæti Guðs við
alla menn; eg hætti við málið; því það sem mér áður þótti skömm og skaði,
var mér nú orðinn sómi og ábati, því nú vildi eg vera öllum til góðs og
engum til ills.
Nú fann eg að Guðs andi var farinn að starfa í kjarta mínu, því nú
upplýstist eg um, kvað var Guðs velþóknan, og sá, að það sem sýndist
ágætt fyrir mönnum, var andstygð fyrir Guði, enda hef eg reynslu fyrir
því, að keimurinn elskar alt jarðneskt, en sannleika Guðs hatar hann. °
Þegar við skoðrnn fyrsta áfangann í afturhvarfsreynslu Matthíasar liggur
beint við að setja fram þá tilgátu að hann hafi undir niðri vitað og fundið
að hann fór með rangindi á hendur nágrönnum sínmn, en að hann hafi
ekki stoltsins vegna getað viðurkennt það fyrir sjálfum sér né öðrum. Hér er
hann á valdi heimsins „sem elskar allt sem jarðneskt er“, eins og hann
orðar það í afturhvarfslýsingu sinni. Hann vildi fyrst og fremst sýnast fyrir
mönnunum og var því háður þeirri eigingjömu sjálfsmynd sem kom í veg
fyrir að hann gæti viðurkennt ósigur, því það er „skömm og skaði að mati
heimsins."
Til þess að styrkja þessa sjálfsmynd, sem gerði hann að ofstopamanni,
og til að þagga niður rödd betri vitundar, sem sagði honum að hann hefði
rangt fyrir sér, verður hann að ganga enn lengra en áður, jafhvel lengra en
16 Herópið í júlí 1902 (skáletranir P.P.)
220