Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 223
Afturhvarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
flestir aðrir í því að sýna og sanna það að hann lætur í engu hlut sinn fyrir
öðrum. Það er þessi afstaða sem rekur hann til að áfrýja málinu til
hæstaréttar. Hann hefur ekki sést fyrir og ofmetnaðurinn hefur rekið hann
út í ógöngur. Undir niðri veit hann að „yfirdómarinn“ í málinu hefur fulla
ástæðu til að vera hcnum reiður. A fyrstu samkomunni hjá Hemum ætlar
hann jafhvel að ganga svo langt að hundsa reiði Guðs, en það gengur ekki
til lengdar, uppgjöfin er á næsta leiti og hún birtist í því að hann finnur sig
óverðugan og frammi fyrir hásæti hins hæsta — finnur að hann er
útskúfaður. I lok lýsingarinnar felst upplýsingin og sameiningin í því að
Matthías vill vera „öllum til góðs og engum til ills“. Þetta styrkir þá tilgátu
að að baki hinnar sálrænu kreppu hans liggi siðferðileg spenna sem felst í
mótsögn milli þess sem hann var og gerði sem ofstopamaður annars vegar,
og þess sem hann fann undir niðri að var satt og rétt hins vegar.
Það er mjög athyglisvert að sjá að Matthías skynjar eða sér Guð í
hásæti og tengir útskúfunina við undirdóm. Þetta bendir til þess að hann
hafi í afturhvarfi sínu tengt veraldlega hæstaréttinn hásæti Guðs og
nálgast það sem hinn endanlega yfirdóm. Hann hafði tapað máh sínu í
tveimur undirréttum og fann sig nú fyrir hæstarétti Guðs með tapað mál.
Hér er um að ræða það hásæti Guðs og lambsins sem talað er um í
Opinberun Jóhannesar 22.1.
Tilgáta mín er sú að í afturhvarfsreynslunni hafi vissir textar, aðallega
úr Opinberunarbókinni, orðið ljóslifandi fyrir Matthíasi. Það er tilgáta mín
að þessir textar hafi, í þeirri sálarkreppu sem hann var í, myndað
skynheildamjmstur sem stýrði reynslu hans á þann hátt að hann fékk
lausn. Textamir virðast einnig hafa lagt grunn að nýju viðhorfi og lífsstíl
sem mótaði persónuleika hans það sem eftir var ævi hans. Sálfræðilega
hefur þessi reynsla orðið möguleg á þann hátt að hann fer í spor
sögumannsins, Jóhannesar, og finnst hann raunverulega vera fyrir hásæti
og dómi Guðs. Guð verður alger raunveruleiki í reynslu hans og þess vegna
upplifir hann einnig reiði hans svo sterkt.17 En þetta hásæti er einnig
hásæti lambsins, sem ber synd heimsins (Jh 1.29) og þaðan er ekki aðeins
að vænta dóms heldur einnig miskunnar fyrir þann sem iðrast.
Meðal þeirra ritningarstaða sem þannig gætu hafa orðið lifandi fyrir
Matthíasi eru þessir:
Jafnskjótt var ég hrifinn í anda. Og sjá: Hásæti stóð á himni og einhver
sat í hásætinu. Sá, er þar sat, sýndist líkur jaspissteini og sardissteini og
regnbogi var kringum hásætið á að sjá sem smaragður (Opb 4.2-3).
17 Hjalmar Sundén hefur gert skýra grein fyrir þessu ferli sem forsendu
trúarupplifunar, sjá fremst í bók hans Religionen och rollerna. 1971.
221