Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 224
Pétur Pétursson
Og ég sá mikið hvítt hásæti og þann, sem í því sat. Og fyrir ásjónu hans
hvarf himinn og jörð og þeirra sá engan stað. Og ég sá þá dauðu, stóra og
smáa, standa frammi fyrir hásætinu, og bókum var lokið upp. Og annarri
bók var lokið upp og það er lífsins bók. Og hinir dauðu voru dæmdir, eftir
því sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra (Opb 20.11-12).
Og hann sýndi mér móðu lífsvatnsins, skínandi sem kristall. Hún rann
frá hásæti Guðs og lambsins (Opb 22.1).
Lífsins bók ummyndast í hugskoti Matthíasar fyrir áhrif frá myndinni af
lífsvatninu, sem skín eins og kristall, í þann spegil sem Matthías htur í
þegar hann finnur sig vera frammi fyrir hásætinu. í spegli þessarar lífsins
bókar, þar sem allt er ritað, bæði orð og gerðir, sér hann að harm er
útskúfaður. Fyrir honum er þessi undirdómur, dómur sem vísar beint til
þeirrar niðurstöðu sem mál hans hafði fengið í héraðsdómi og fyrir Lands-
yfirrétti.
Svo virðist sem samsömunin við Jóhannes sé upprunalegri en sam-
sömunin við kanversku konima (Mt 15.22-28) sem hann nefnir í lýsingu
sinni. Hins vegar tekur hann dæmisöguna um kanversku konuna til þess
að koma hundinum að, því þegar kemur að öðrrnn áfanganum í aftur-
hvarfsreynslunni, þar sem vanmáttartilfuiningin og útskúfunin er yfirþyrm-
andi, dugar samsömunin við Jóhannes ekki lengiu til að tjá reynslu hans,
heldur gerir staða himdsins undir borðum húsbónda síns það. Frásagan af
kanversku konunni er því viðbót hér til uppfyllingar í þá mynd sem byggð
er í kringum textana úr Opinberunarbókinni. Mótsögnin milli þess sem
Matthías er — og þess sem hann ætti að vera — var orðin honum óbærileg
og hrakti hann fram fyrir hásæti Guðs og lambsins. Þjáningin sem þessu
var samfara er sálfræðileg forsenda þess að hann gengur inn í hlutverk
Jóhannesar og stendiu fyrir dómimun.
Uppgjöf hins útskúfaða verður svo yfirþyrmandi að henni verður ekki
með orðum lýst og hún er svo alger að hann fellur í dvala. Hann finnur það
greinilega að hann getur „ekkert af sjálfum sér gjört,“ eins og hann segir.
Hann á ekkert eftir nema von um miskunn Guðs og þá von heldur hann í,
óverðugur og vanmáttugur, eins og hundur fyrir fótum herra síns.
Þegar Matthías er kominn nær þriðja áfanganum í afturhvarfsferhnu
verður lambið meira áberandi í hásætinu og hann ákallar Jesú eins og
kanverska konan og missir meðvitund. Það sem gerist í öngvitinu er
samkvæmt sálfræðinni það að hið góða sjálf, sem bælt hafði verið undir
niðri, ryður sér braut og myndar nýjan kjama í persónu Matthíasar. Átökin
hafa þegar náð hámarki og Matthías getur ekki í eigin krafti staðið á móti
þeirri breytingu sem á honum er að verða. Lausnin brýtur sér leið og þegar
hann veit af sér aftiu, ræður hann ekki sjálfur yfir sínum eigin líkama,
222