Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 225
Afturhvarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
heldur skelfur hann allur í návist guðdómsins. Undrið hefur átt sér stað,
hann er frelsaður, hjarta Matthíasar, sem hér er tákn fyrir kjarna
persónuleika hans, er breytt. Reiði Guðs er horfin og hann finnur elsku
Jesú streyma inn í vitund sína. Reiði Guðs hverfur vegna „blæðandi hjarta
Jesú á krossinum".
Líklegt er að sú móða lífsvatnsins sem skín eins og kristall og rennurfrá
hásæti Guðs og lambsins, sem talað er mn í Opb 22.1, ummyndist í reynslu
Matthíasar í blóð Krists þegar hann talar um blæðandi hjarta Jesú á
krossinum. I þessum aamruna tveggja mynda er fólgið það skynheilda-
mynstur sem samkvæmt lögmáli sálfræðinnar gerir Matthíasi kleift að
ftnna hina græðandi og skínandi elsku Guðs renna inn í meðvitund sína alla
og hreinsa hana.
Líklegt er að skjaldarmerki Hersins, sem lýst var hér að framan, komi
hér inn í myndina og hafi mótandi áhrif á það skynheildamynstur sem
afturhvarfslýsingin byggir á. í reynslu sinni er Matthías kominn að sól-
hnetti eilífðarinnar sem er sameiginlegt tákn fyrir föðurinn og soninn
(samanber lýsandi hringinn með geislunum í merkinu). Líklegt er að
regnboginn umhverfis hásætið, sem var líkur smaragði (skv. Opb 4.3), verði
hluti af sóllmettinum í skjaldarmerkinu. Þaðan streymir hinn græðandi
kraftur, sem er blóð Jesú, mn „meðvitund“ hans alla. Hann verður nýr
maður. Ofstopamaðurinn er dauður og grafinn og upp risinn nýr maður
sem vill þjóna Guði í öllu og ganga fram í hreinleika og réttlæti við alla
mexrn. Þetta er algerlega nýr Matthlas Ólafsson og það fyrsta sem hann
veit að hann á að gera er að hætta við málið, þ.e.a.s. hæstaréttarmálið
gegn nágrannanum Sigurði Gíslasyni. Það hve nátengd þessi ákvörðun er
sjálfri afhnhvarfsreynslunni sannar það hve þetta mál á mikinn þátt í því
að afturhvarfsferlið fór af stað í upphafi. Það var þetta mál sem var
dropinn sem fyllti mæh hins gamla Matthíasar.
Þeim myndum og textum sem móta trúarreynslu Matthíasar er raðað
saman og þær lagaðar að þeirri sálrænu kreppu sem hann var í. Sigmund
Freud gerði á sínum tíma, í riti sínu um drauma, sálfræðilega grein fyrir
því hvemig samsvarandi myndbreytingar eiga sér stað. í reynslunni verður
aðeins viss hluti táknmyndanna virkur í einu (þétting) og merking eins
tákns getur færst yfir á annað (tilfærsla).18
Um þessi sálrænu ferli í myndbirtingu dulrænnar reynslu hef ég fjallað
nánar í ritinu: Spiritismen pá Island. Religio 23, Teologiska institutionen i
Lund, 1987.
223