Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 226
Pétur Pétursson
Hinn nýi maður
Þótt vist Matthíasar á Hemum í Reykjavík hafi verið stutt, aðeins tvær
vikm-, náði hún að móta hann og gera hann að nýjum manni. Þar finnur
hann skjól og umhyggju sem hann var búinn að fyrirgera í samfélaginu við
nágranna sína. Þetta hefur átt sinn þátt í því að undirbúa jarðveginn fyrir
aftmhvarfið og efla löngun hans til að gerast liðsmaður í Hjálpræðis-
hemum. Á Hemum finnur Matthías fólk sem hann gat ekki, þrátt fyrir alla
tortryggni, gmnað irm græsku. Hann fékk t.d. góðan og ódýran viður-
geming. Hér að framan var einnig líkum að því leitt, að Matthías hefði
undir niðri verið mjög uggandi mn framgang máls síns fyrir hæstarétti. Það
var ekki auðhlaupið fyrir hann að fá stuðning og fylgi málsmetandi manna
í Reykjavík við þennan málatilbúnað, þar sem Sigurði hafði verið dæmdur
rétturinn í tvígang og málið hvorki merkilegt né mikilvægt fyrir aðra en
Matthías persónulega. Líklegt er að hann hafi fimdið sig einan og yfirgefinn
og því verið móttækilegur fyrir vinarþeli og kærleika sem hðsmenn Hersins
sýndu honum. Þeir áttu frið og innri ró sem þeir vildu miðla honrnn og litu
svo á, að djöfullinn sjálfur hefði dregið bóndann út í þetta málaþras við
nágranna sinn, sem hann virtist dæmdur til að tapa.
Bænastvmdimar með Sigurbimi hafa án efa gefið Matthíasi orð, hugtök
og líkingar til þess að tjá reynslvma sem helltist yfir hann, þótt lýsing hans
á reynslunni sé frá því fjórum árum eftir að hún átti sér stað. Líklegt er að
Matthías hafi þó orðað hana áður, því hann vitnaði um aftiu-hvarf sitt
strax og hann kom heim frá Reykjavík og ekki óeðlilegt að áætla að hann
hafi verið samkvæmur sjálfum sér þegar kom að því að festa þessa
mikilvægustu reynslu lífs hans á blað. Sigm'bjöm Sveinsson, sem bað með
honum kvöldið góða, kunni betur en aðrir að lýsa birtingarformi frelsisins
og helgimarinnar — hinu innra ljósi og friði og dásemdmn hins nýja lífs í
Kristi, lífi í hreinleika og lofgjörð. Það er því líklegt að eitthvað af orðaforða
Sigurbjöms sé að finna í lýsingunni. Á samkomum Hjálpræðishersins var
ekki heldur verið að fara í grafgötur um fjölbreytilegt háttarlag djöfulsins
og ára hans. í þeim búningi sem afturhvarf Matthíasar er hér, má sjá
greinileg áhrif frá þeim boðskap sem einkennir Herinn, hinn algjöra mim á
þeim frelsaða og ófrelsaða, syndinni og saimleikanum, sektinni og náðinni
— Guði og djöflinum.
Afturhvarfsreynsla Matthíasar Ólafssonar var engin uppgerð eða
stvmdaræði. Hún entist honum ævina út, en hann lést 1937. Hann snéri
224