Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 228
Pétur Pétursson
kynnast Hjálpræðishemum og yfir þeirri hugarró sem það veitti honmn að
öðlast persónulega trú á Jesú Kristi.
Meðal erindanna eru eftirfarandi:
Ó, hversu fagnandi er ég í anda,
Því eilífðin Ijómar í hjarta mér,
Eg hirði nú hvorki um vélráð né vanda,
Því vonarljós tendrar Guð hvar sem ég er.
ísland má fagna þér, frelsarans liðsveit,
Fögnuð það stærstan mér veitir þó,
Að orsökin fyrsta var ferðin til yðar
Að flúði ég til Jesú og öðlaðist ró.
í febrúarblaði Herópsins árið eftir birtist annað ljóð eftir Matthías og bréf
sem skrifað er 5. janúar 1899. í því ljóði hefur skáldagyðjan verið örlátari
við þennan nýja bardagamann hjálpræðisins. Hann á nú allskostar við
óvininn versta og afkvæmi hans, lygina og syndina, enda vopnaður sverði
andans.
Með þríhertu sverði afþríhelgum krafti
ég þreyta skal stríð móti djöfli og synd
og leggja þau flöt í lyginnar kjafti
svo leitt fái hjörtu að guðs náðar lind.
í þessu sama blaði birtust vitnisburðir frá þremur sveitungum Matthíasar
sem höfðu komist til trúar fyrir trúboð Matthlasar. Skáldagyðjan htur mun
mildari augum til þessarar vakningar en áður og hefur nú snert sveitunga
hans fleiri, sem tjá reynslu sína í ljóðum sem þessum.
Vissan erfengin, egglaður núget
gengið mót dauða, eg fógnuð það met.
Fórnarblóð Jesú það forsvarar mig,
minn frelsari, Jesú, eg treysti á þig.
Mín trú er nú örugg, bjargfóst og björt,
mig brjálar ei framar heimselska svört,
með hugarins vængjum til himins eg svíf,
í hjarta mitt streymir hið eilífa líf!
226