Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 229
Afturhvarfsreynsla M.Ó og bændavakning á Fellsströnd
Starf Hjálpræðihersins á Fellsströnd
Matthías biður í áðumefndu bréfi til forstöðumanns Hjálpræðishersins um
að sér verði send 20 eintök af Herópinu, hann skuli ábyrgjast borgun.
Leiðtogi Hersins í Reykjavík var að vonum ánægður með fréttimar frá
Fellsströnd og skrifar í blað sitt í mars 1899:
Það fær mér mikils fagnaðar og vekur hjá mér innilegt þakklæti til
drottins, að hann hefir veitt náð til þess, að miklu er komið áleiðis á
Fellsströnd. Lýðurinn tekur með gleði við hinum eldgamla boðskap: aó
Jesús Kristur er í heiminn kominn til þess að gera synduga menn hólpna
og farsæla, og margir hafa fundið friðinn í Guði; þeir hafa fundið
frelsarann, og syndir þeirra eru þvegnar burt í hans blóði. Merkileg
breyting er orðin á margra hjörtum og á mörgum heimilum. Þetta verður
tilefni fyrir mig til að heimsækja bræður vora og systur þar vestra í
sumar, ef Guð lofar.
Dróttstjórinn fór þessa ferð vestur og varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann lýsti
hrifningu sinni yfir sönnu og einlægu trúarafturhvarfi þeirra sem Matthías
hafði unnið fyrir Krist og nefndi einnig að mörg böm hefðu snúið sér til
Guðs og væri það merki um ötult starf og farsæla byijun. Hann hélt þar
samkomur á heimilnm hinna frelsuðu og eina samkomu í kirkjunni að
Staðarfelh eftir messu með leyfi prestsins, séra Kjartans Helgasonar. Þar
lýsti hann því yfir að Matthías væri gerður að „sergeant-major“ og fyrirhða
starfsins á Fellsströnd og virðist hann hafa gert það í samráði við prestinn.
Þar með var formlegt starf Hjálpræðishersins hafið á Fehsströnd.21
Matthías efldist allur sem trúboði við þessa upphefð. í Herópinu í mars
1900 birtust hvorki fleiri né færri en 12 vitnisburðir undirritaðir af
nágrönnmn hans.
Sumarið 1900 fór dróttstjórinn í aðra ferð að Fellsströnd og vígði í
þeirri ferð 21 fullorðinn einstakling og 5 böm inn í Herinn. Eitt af því sem
hann tók sérstaklega eftir í þessari ferð var eftirfarandi:
Það, að heyra þessa sveitabændur standa upp og tala án nokkurs
undirbúnings um það hæsta og helgasta, hlýtur að vera gáta fyrir marga
þessa heims vitringa, sem geta ekki gert það nema með því að nota pappír
og penna.22
Vorið 1901 er Bojsen enn á ferð um Fellsströnd og mikil hátíð og margar
samkomur haldnar. Sigurður Gíslason, hinn fomi fjandmaður Matthíasar,
er þá vígður ásamt fleirum, Matthíasi til aðstoðar sem „sergeant“. Við
sama tækifæri var bam þeirra hjóna Matthíasar og Pálínu vígt bama-
2-*- Herópið í september 1899.
22 Herópið í maí 1900.
227