Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 233
Silja Aðalsteinsdóttir
Trú og siðferði í íslenskum
barnabókumi
Inngangur
Þegar minnst er á trúmál og bamabókmenntir í sama orðinu þá hugsa
áreiðanlega margir til fyrstu rithöíundanna sem skrifuðu eitthvað að ráði
fyrir böm á íslandi, Torfhildar Hólm á ofanverðri öldinni sem leið, og
Sigurbjamar Sveinssonar og Jóns Sveinssonar, Nonna, sem skrifuðu sínar
bækur á fyrsta fjórðungi þessarar aldar og höfðu ómæld áhrif á bama-
bókahöfunda næstu áratugi. Þessum höfundum var eðlilegt að ílétta um-
ræður um trú inn í texta sinn og tengja hana við siðferðisumræðu, mn boð
og bönn, rétt og rangt. Tilgangur þeirra var jafnvel beinlínis að boða trú.
Með nokkurri einfoldun má segja að í bókum þeirra hafi fylgst að rétt trú,
rétt hegðvm og hamingja, og óhamingjusamar hafi persónumar því aðeins
verið að þær hafi breytt rangt gagnvart guði og staðgenglum hans á
jörðinni (til dæmis móðurinni), en þegar þær leiðréttu hegðun sína eða
iðmðust og báðu um fyrirgefningu hafi þær undir eins orðið óumræðilega
sælar.
Svo dæmi sé tekið býr Sigurbjöm htli Sveinsson í sannkölluðu sæluríki
í Bernskunni sinni, sem kom út árið 1907. Að vísu stendur til að reka
hann þaðan út í bókarlok, því þá er hann fermdur, kominn í fullorðinna
manna tölu og á að fara að heiman til að vinna fyrir sér. En þangað til býr
hann í skjóli mömmu sinnar, í paradísarfriði, eins og hann segir sjálfur.
Sigurbjöm var mikill trúmaður og einlægt trúnaðartraust ríkir milli hans
og almættisins í Bemskunni. Þó að hann sé fullkomlega eðlilegt bam, hug-
myndaríkt og fjörmikið, varpar ekkert skugga á samband hans við guð eða
fastafulltrúa hans á jörðunni, móðurina. Það er þessi einlægni og ritsnihd
höfundar sem valda því að textinn verður ekki væminn þó að spennuna
milh hins þekkta og óþekkta, mihi góðs og ills, vanti. Hlý kímnigáfa bætir
einnig úr þeim skorti. Ég ætla að taka bút úr sögunni „Tárin mín“ til að
Fyrirlestur þessi var upphaflega fluttur hjá Listvinafélagi Hallgrímskirkju.
231