Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 235
Trú og siðferði í íslenskum barnábókum
vegna þess að hann snerti beint efnið sem ég var að hugsa um. Þegar ég
vann fyrirlesturinn til prentunar bætti ég við hugmyndum úr afmælisriti
Þóris Kr. Þórðarsonar, Trú og þjóðfélag (1994), einkum greinunmn „Hvað
er Guð? — spyrja börnin“, „Lífsgildin og börnin“ og „Um skilning á
Bibbunni“.
Stórt spurt
Fyrsta spurningin sem ég lagði fyrir bækurnar er þessi: Á hvaða
siðferðisstigi stendur söguhetja?
Hér notaði ég hugmyndir bamasálfræðingsins Piaget mn siðferðis-
þroska bama eins og hann setti þær fram í bókinni The Moral Judgement
ofthe Child árið 1932. Hugmyndir hans em einfaldari en Kohlbergs sem
byggði kenningar sínar ofan á þær. Einmitt þess vegna henta hugmyndir
Piaget betur leikmanni eins og mér.
Piaget lýsir þroskanum í þrem þrepum. Fyrsta stig kallar hann
„framandræði“. Barninu finnst eðlilegt að aðrir ráði yfir því og allt
sanngjamt sem foreldrar og aðrir yfirboðarar álíta og ákveða, þótt því sé
sjálfu mismunað. Misgerð, refsing og umbim eru óumflýjanlegir og
óumbreytanlegir hlutir sem bamið efast ekki tun að sé réttlátlega deilt út.
Bækur sem em skrifaðar á forsendum fyrsta stigs siðferðisþroska em
annars vegar fyrir minnstu bömin — til dæmis em sögur Sigurbjamar af
því tagi — og hins vegar flestir unglingareyfarar, sem halda krökkum á
lágu siðferðisstigi.
Á öðm stigi, sem hefur verið nefnt „samvinnu- og jafnaðarstig“, trúa
böm líka að aðrir en þau eigi að ráða. Þau em enn á stigi framandræðis en
nú vilja þau fullkominn jöfnuð. Hinir fullorðnu eiga að úthluta umbun og
refsingu, en hvort tveggja verður að vera jafnt mælt. Þetta stig þekkja allir
foreldrar. Allir eiga að vera eins og fá sömu meðferð, hvemig sem aðstæður
em; „hann má ekki fá meira en ég!“ (jafnvel þó að hann sé svangur en ég
saddur). Flestar bækur handa bömum em skrifaðar annaðhvort til að toga
bömin upp á þetta stig, kenna þeim að deila með öðrum, eða fyrir böm á
þessu stigi, en sagan sem mér hefur lengi fundist sýna þetta þroskastig
best er Páll Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur. Tökum sem dæmi
þegar Palli er að koma heim og hittir Steingrím jafhaldra sinn í stiganum.
Hann er að fara inn til sín:
I sama bili og Steingrímur opnaði dyrnar, kom mamma hans í gættina.
Farðu í hvelli út í bakarí og kauptu eitt heilhveitibrauð og þrjá
snúða, sagði hún höstug.
Steingrímur horfði á hana.
233