Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 236
Silja Aðalsteinsdóttir
Heyrirðu ekki? sagði hún reiðilega. Fljótur.
Þá þarf ég aftur að reima, sagði Steingrímur vesaldarlega.
Eldfljótur, sagði konan og ýtti við Steingrími.
Mundu að bakarinn vill hafa eitthvað fyrir sinn snúð, sagði Palli.
Steingrímur hresstist. Hann settist við að reima.
Palli horfði á konuna. Mér finnst þú ekki kurteis kona, sagði hann.
Hva? Konan tók andköf. Hvað segirðu?
Palli lagaði gleraugun.
Mér finnst þú hvorki kurteis, stillt né prúð. Hvað mundir þú segja, ef
Steingrímur kæmi heim og segði: Komdu með matinn. í grænum
hvelli. Vertu eldsnögg. Hvað heldurðu að þú mundir segja? spurði
Palli.
Konan starði á Palla og Steingrímur var hættur að reima.
Palli andaði djúpt. Þú mundir sko segja, að Steini væri þrumudóni.
Það er alltaf sami munnurinn á þér, sagði konan öskureið.
Já, já, sagði Palli. Ég fæ hvergi nýjan.
Þama fá bæði sögupersónur og lesendur nóg að hugsa rnn.
Þegar böm fikra sig upp á þriðja stig siðferðisþroskans fara þau að hugsa
um afstæðan rétt í stað sjálfvirks jafnaðar og „sjálfræði" kemur í stað
framandræðis. Bamið er að verða þroskuð manneskja sem íhugar hvert
einstakt tilvik og felhr sjálfstæða dóma um rétt og rangt. Stefán Jónsson
var maður Piaget, allar persónur hans em á þessu stigi eða á leiðinni á
það, þær leita jafnvægis, íhuga reynslu sína, læra að hugsa ekki: Hvað
verður gert við mig? heldur Hvað á ég að gera? Ef til vill er það einkenni á
rithöfundum sem skrifa af alvöru fyrir stálpuð böm og unglinga að þeir
reyna að toga lesendur sína upp á þetta stig.
Það fer svo stundum eftir siðferðisstigi söguhetju hvort viðhorf
sögunnar til réttlætis og annarra grundvallaratriða em reist á einfaldri
forskrift eða rökum.
Þetta var löng útskýring á sakleysislegri spumingu. Svo kemur númer
tvö: Hvaðan kemur hið illa í sögunni? Hvers eðlis er það og livernig er því
útrýmt?
Sköpunarsaga Biblíunnar er í sífellu endurtekin í bókmenntmn. í
sögmn er skapaður heimur og oft ríkir þar jafnvægi í fyrstu, meðan
lesendm kynnast honum. Síðan gerist það iðulega að hið illa (ormurinn í
Paradís) reynir að þrengja sér milli mannsins og hins góða (guðs) og tekst
það oftar en ekki. Það er framið brot af einhverju tagi sem þarf að bæta
fyrir og reyna að útrýma hinu illa og áhrifum þess. A stigi framandræðis er
hinu illa útrýmt með einfaldri refsingu og fyrirgefningu og bent að nýju á
forskrift góðrar hegðunar. í flóknari sögum þarf að eyða hinu illa með
útskýringum og skilningi ef hægt er, vinna gegn afleiðingum þess, jafnvel
friðþægja fyrir alvarleg brot.
234