Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 237
Trú og siðferði í íslenskum barnabókum
Þriðja spuming: Er trú á æðri mátt í sögunni? Hver eru einkenni hans?
Er hann refsisamur faðir, öruggur faðmur, fyrirmynd eða viðmiðun?
Þessari spumingu finnst mér að eldri bækur ættu auðveldara með að
svara en þær nýju. En hún er heldur ekki erfið núna miðað við þá Qórðu,
sem er þessi: Afhvaða tagi er þjáningin í sögunni?
Þjást persónur í nýjum bamabókum? Af hvaða rótum er þjáningin
rimnin, færir hún persónum sögunnar þekkingu, reynslu, skilning á
sjálfum sér og öðm fólki, verður hún undirrót siðferðisgilda sem gera lífið
dýrmætara, vegna þess „að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta
fimdið tQ“ - eða er hún mannskemmandi og endar í beiskju?
Sumir álíta að öll þjáning sé af hinu illa, andleg jaínt sem líkamleg, og
við eigum að taka pillur imdir eins og við finnum til, til að slæva hana. Þó
er álit margra, til dæmis Páls Skúlasonar, að við eigum ekki að forðast
þjáningu í öllum tilvikum, ekki deyfa móttökutæki okkar með lyfjmn eða
vímugjöfum, því það geri okkur fátækari að reynslu og skilningi. En
viðvarandi þjáning er óholl, það verður að leita leiða til að sigrast á henni,
ekki síst þegar böm em annars vegar. Og næsti hluti spumingarixmar er:
Hvemig er sigrast á þjáningunni? Og verður hún til góðs eða ills?
Fimmta og síðasta spurningin er erfiðust: Er lausn siðferðisvanda
sögunnar hafin yfir mannleg takmörk?
Hér var ég enn að vinna með sköpunarsöguna og hugmyndina um
erfðasyndina. í Biblíunni er okkur sagt að Adam og Eva hafi brotið gegn
boði guðs þegar þau létu hið illa í líki ormsins freista sín og átu af
skilningstrénu. Fyrir það hlaut mannkynið að tortímast. Til að friðþægja
fyrir það grundvallarbrot dó Kristur á krossi og frelsaði okkur frá örlögum
okkar með því að sviðsetja þau í eigin lífi. Þetta gat hann vegna þess að
hann var laus við synd. „Einungis hinn saklausi . . . getur gengið
þjáningarbrautina til enda,“ segir Páll Skúlason (op.cit. 295). Ef hinn seki
er látinn gera það í refsingarskyni er það ómark, vegna þess að guð manna
á efsta siðferðisþrepi er hafinn yfir reiði og hefnigimi, þvert á móti þjáist
hann með mönnunum í synd þeirra og eymd. Þess vegna gaf hann son sinn
eingetin . . .
Þegar búið er að toga svör við þessum stóru spumingum upp úr
bókunum er svo hægt að staldra við og spyrja: Hvaða siðferðis- og
trúarlegum gildum halda íslenskir bamabókahöfimdar í samtímanum að
lesendum sínum og hver er munurinn á þeim og okkar sígildu höfundum?
Þegar taldar em mömmur með svuntur og pabbar sem em bændur eða
verkamenn er best að hafa sem allra flestar bækur undir, helst allar. En
svör við stórum spumingum kreQast rýmis, þannig að ég varð að láta mér
235